Málsnúmer 1605034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 484. fundur - 27.05.2016

Lagt fram bréf frá Vélsmiðju Grundarfjarðar frá 10.05.2016, varðandi umgengni á iðnaðarsvæðinu við Ártún.

Bæjarráð tekur undir það að mikilvægt sé að umgengni á iðnaðarsvæði og annarstaðar í bænum sé góð.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar með þeim tilmælum að unnið verði að því með lóðarhöfum svæðisins að betrumbæta umgengni í samræmi við úthlutunar- og byggingaskilmála.

Jafnframt verði auglýst sérstök hreinsunarvika íbúa og fyrirtækja bæjarins í samstarfi við áhaldahús bæjarins.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.