Málsnúmer 1608013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 170. fundur - 10.08.2016

Borist hefur erindi til skipulags-og umhverfisnefndar frá umbjóðenda Vélsmiðju Grundarfjarðar.
Skipulags-og umhverfisnefnd þakkar erindið og bendir á að byrjað sé á samvinnu með einstaka eigendum fyrirtækja og lóða að sameiginlegu átaki að bættri umgengni og umhirðu á lóðum við iðnaðarsvæðið.
Skipulags-og Byggingarfulltrúa er falið að senda öllum eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár bréf með byggingarskilmálum svæðisins og óska eftir úrbótum til samræmis við skilmálana.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 172. fundur - 12.10.2016

Á 170 fundi skipulags- og umhverfisnefndar var fyrrum skipulags og byggingafulltrúa falið að senda öllum eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár bréf með byggingaskilmálum svæðisins og óska eftir úrbótum til samræmis við skilmálana. Núverandi skipulags- og byggingafulltrúi óskaði eftir að farað væri nánar yfir málið.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að framfylgja máli er varðar "Umgengi umhverfis lóðir fyrirtækja í Grundarfjarðarbæ" sem tekið var fyrir á 169 fundi skipulags-umhverfisnefndar.