170. fundur 10. ágúst 2016 kl. 17:00 - 18:33 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Gunnar S. Ragnarsson (GSR) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1608009Vakta málsnúmer

Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eigenda og ábúenda á jörðinni Neðri Kverná þau Ragnar Rúnar Jóhannsson kt. 070554-2919 og Guðfinnu Björgu Jóhannsdóttur kt. 110464-3719 til að breita efri hæð mhl. 02 samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 04.07.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Breyting á Aðalskipulagi vegna Berserkseyri.

Málsnúmer 1608010Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 í landi Berserkseyrar hefur borist frá Teiknistofunni Eik ehf, sjá nánar í fylgiskjölum.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir lýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna samkvæmt 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga.

3.Fyrirspurn um leyfi til hótelbyggingar á Skerðingsstöðum.

Málsnúmer 1608011Vakta málsnúmer

Borist hefur fyrirspurn frá Birni Hróarssyni fyrir hönd ferðaskrifstofunar Extrem Iceland ehf hvort leyfi fengist fyrir byggingu hótels á jörðinni Skerðingsstöðum.
Skipulags-og umhverfisnefnd hefur farið yfir erindið. Nefndin hefur allaf tekið jákvætt í erindi fyrri eigenda af jörðinni Skerðingsstaða vegna uppbyggingar ferðatengdrar þjónustu á jörðinni. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi áður en að til uppbyggingar kemur. Skipulags-og byggingarfulltrúi svarar öllum frekari fyrirspurnum.

4.Sorphirða á iðnaðar- og athafnasvæði sunnan þjóðvegar 57, vestan Kvernár.

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi til skipulags-og umhverfisnefndar frá umbjóðenda Vélsmiðju Grundarfjarðar.
Skipulags-og umhverfisnefnd þakkar erindið og bendir á að byrjað sé á samvinnu með einstaka eigendum fyrirtækja og lóða að sameiginlegu átaki að bættri umgengni og umhirðu á lóðum við iðnaðarsvæðið.
Skipulags-og Byggingarfulltrúa er falið að senda öllum eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár bréf með byggingarskilmálum svæðisins og óska eftir úrbótum til samræmis við skilmálana.

5.Tré á lóðarmörkum.

Málsnúmer 1608012Vakta málsnúmer

Fyrirspurn hefur borist til skipulags- og umhverfisnefndar hver réttur íbúa sé gagnvart trjárækt aðliggjandi lóða í gömlum rótgrónum íbúðahverfum.
Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við skipulags-og byggingarfulltrúa að afla sér upplýsinga um hvernig staðið er að úrlausn sambærilegra mála í öðrum byggðarlögum.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:33.