Málsnúmer 1608026

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 9. fundur - 20.09.2016

Menningarfulltrúi kynnti drög að dagskrá Rökkurdaga sem haldnir verða dagana 13-22 október. Eins var farið yfir nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu Opinn október á Snæfellsnesi. Þar hefur Svæðisgarðurinn yfirumsjón með gerð kynningarefnis allra þeirra viðburða sem haldnir verða á Snæfellsnesi í októbermánuði. Vonast er til að þátttaka verði góð alls staðar á Nesinu og að saman verði hátíðirnar stærri og öflugri.

Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með þessa áhugaverðu samvinnu sveitarfélagana á Snæfellsnesi.