Málsnúmer 1608031

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 135. fundur - 06.09.2016

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.05.2016, með ábendingu til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna.

Jafnframt lögð fram hvatning Velferðarvaktarinnar til sveitarfélaga, dags. 09.08.02016 um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa af, eða halda henni í lágmarki.

Skólanefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi Velferðarvaktarinnar og leggur til að málið verið skoðað vel fyrir næsta skólaár.

Bæjarráð - 499. fundur - 24.05.2017

Tekið til umfjöllunar erindi Sambands ísl. sveitarfélaga frá síðasta ári varðandi kostnaðarþátttöku foreldra á ritföngum og öðrum námsgögnum vegna skólagöngu barna. Samtökin Barnaheill, Heimili og skóli og Velferðarvaktin hafa einnig vakið athygli á mikilvægi málsins.

Skólanefnd Grundarfjarðar lagði til á fundi sínum í september sl., að þetta fyrirkomulag yrði tekið upp hjá Grundarfjarðarbæ. Tillaga skólanefndarinnar hlaut einnig góðar undirtektir bæjaryfirvalda.

Bæjarráð ítrekar fyrri samþykktir um að kostnaður vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna í Grunnskóla Grundarfjarðar verði greiddur af skólanum á komandi skólaári.

Skólastjóra grunnskólans falin umsjón málsins.