135. fundur 06. september 2016 kl. 16:30 - 19:55 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Áheyrnarfulltrúar:

Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar:
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda.

Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar:
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Linda María Nielsen, deildarstjóri.

Eldhamrar, 5 ára deild:
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri.

Málefni Leikskólans Sólvalla:
Björg Karlsdóttir, skólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs leikskólans.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður fór yfir skýrslu sína í upphafi skólaárs 2016-2017. Nemendafjöldi er um 80. Farið yfir starfsmannamál o.fl.

Jafnframt gerð grein fyrir tölvupósti frá Hesteigendafélaginu þar sem óskað er samstarfs um reiðmennsku fyrir börn. Skólastjóra falið að svara erindi Hesteigendafélagsins.

2.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Gerð grein fyrir starfsemi leikskóladeildarinnar Eldhamra. Starfið fer vel af stað og mikil ánægja með starfsemina. Nemendafjöldi er 14.

Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með gott starf sem unnið er á Eldhömrum. Aðstaða er til fyrirmyndar og samstarf við grunnskólann gott.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Farið yfir starfsmannamál, en ráðnir hafa verið nýir kennarar í stað þeirra sem eru í launalausu leyfi. Nemendafjöldi tónlistarskólans er 47.

Skólanefnd hvetur til uppfærslu á heimasíðu tónlistarskólans.

4.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir, skólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs leikskólans, sátu fundinn undir þessum lið.

Björg gerði grein fyrir skýrslu sinni um starfsemi leikskólans og fór yfir starfsmannamál. Fjöldi barna er 51, en gert ráð fyrir að börnin verði 53 fyrir áramót.

Skólanefnd fagnar auknum námsáhuga starfsfólks, en telur nauðsynlegt að setja skýrari reglur um fjölda starfsmanna í námi hverju sinni.

Skólanefnd hvetur til uppfærslu á heimasíðu leikskólans. Skólanefnd mun endurskoða fjölda starfsdaga leikskólans skólaárið 2016-2017 að ósk leikskólastjóra.

Skólanefnd mælir með því að undirbúin verði afmælishátíð í tilefni af 40 ára afmæli leikskólans í janúar 2017.

Lagt til að árlegt fimm vikna sumarleyfi hefjist viku síðar en leikskóladeildarinnar Eldhamra og hefji störf að nýju að sumarleyfi loknu á sama tíma og leikskóladeildin.

Samþykkt samhljóða.

5.Velferðarvaktin

Málsnúmer 1608031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.05.2016, með ábendingu til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna.

Jafnframt lögð fram hvatning Velferðarvaktarinnar til sveitarfélaga, dags. 09.08.02016 um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa af, eða halda henni í lágmarki.

Skólanefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi Velferðarvaktarinnar og leggur til að málið verið skoðað vel fyrir næsta skólaár.

6.Samband Ísl.sveitaf. - Úthlutun úr námsgagnasjóði 2016

Málsnúmer 1608028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.08.2016, varðandi úthlutun úr Námsgagnasjóði 2016.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:55.