Málsnúmer 1609023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 489. fundur - 29.09.2016

Lagt fram bréf dags. 8. sept. sl., varðandi byggingaleyfi fyrir sólstofu við Fellaskjól, sem verið er að hefjast handa við. Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu kostnaðar vegna umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir við sólstofuna séu að fara af stað og samþykkir að umræddur kostnaður verði færður sem styrkur til Fellaskjóls.

Samþykkt samhljóða.