Málsnúmer 1609029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 489. fundur - 29.09.2016

Valgeir Magnússon, slökkviliðsstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram bréf Mannvirkjastofnunar frá 5. sept. sl., varðandi úttekt slökkviliða 2016, en úttekt fór fram í Grundarfirði 8. mars sl. Í úttektinni er bent á nokkur atriði sem betur mega fara.

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari úrlausnar hjá slökkviliðsstjóra.