Málsnúmer 1609031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 489. fundur - 29.09.2016

Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi frá 7. sept. sl. Á fundinum var fjallað um stöðu lögreglumála á Vesturlandi og ýmis fleiri atriði.

Svofelld ályktun var lögð fram:

"Bæjarráð Grundarfjarðar mótmælir harðlega ástandi lögreglumála í Grundarfirði. Enginn lögreglumaður er staðsettur í sveitarfélaginu. Algjörlega er ótækt að búa við það að mikilvæg þjónusta af þessu tagi sé ekki til staðar í sveitarfélaginu. Slíkt veldur óöryggi íbúa, þegar vá ber að garði, auk þess sem sjálfsögð þjónusta lögreglu í hverju sveitarfélagi er ekki til staðar, svo sem í umferðaröryggismálum o.fl.

Bæjarráð krefst þess að yfirvöld lögreglumála sjái til þess að margítrekaðar beiðnir sveitarfélagsins um úrlausnir í lögreglumálum verði teknar til greina og að þegar í stað verði ráðið í störf lögreglumanna í Grundarfirði."

Ályktun samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að koma henni á framfæri við innanríkisráðuneytið, lögreglustjóra og aðra er málið varðar.