Málsnúmer 1609034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 489. fundur - 29.09.2016

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 12. sept. sl., varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir skv. lögum nr. 52/2016.
Jafnframt lagt fram kynningarrit um stofnframlög til byggingar slíkra íbúða og þar er einnig gerð grein fyrir umsóknarfresti um stofnframlög til byggingar eða kaupa á slíkum íbúðum. Rætt um skort á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.

Bæjarráð leggur til að sérstaklega verði skoðað hvort skynsamlegt sé að vinna umsókn um stofnframlög til byggingar eða kaupa á íbúðum skv. lögum nr. 52/2016.

Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falin úrvinnsla málsins.

Samþykkt samhljóða.