Málsnúmer 1609036

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 9. fundur - 20.09.2016

Vert er að þakka góðar gjafir sem Grundarfjarðarbæ hafa borist á árinu 2016. Fyrst ber að nefna gjöf frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðarbæjar, en hingað kom sendinefnd með upplýsingaplatta til að setja við keltneska minningarkrossinn á Grundarkampi.
Unnsteinn Guðmundsson gaf bænum styttu af háhyrningi sem staðsettur er í Paimpol garðinum.
Loks fengu Grundfirðingar að gjöf höggmyndir frá listamanninum Liston (Lúðvík Karlssyni). Steinarnir eru tíu talsins og menningarnefnd bæjarins hefur verið falið að finna steinverkunum viðeigandi staði í samvinnu við listamanninn.