Málsnúmer 1609037

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 9. fundur - 20.09.2016

Farið yfir vinabæjarsamskipti Grundarfjarðarbæjar við Paimpol að undanförnu. Ánægjulegt var að fá listakonuna José Conan í heimsókn sl. vor og sýning hennar vakti mikla lukku í Sögumiðstöðinni. Eins kom stór hópur fólks frá Paimpol í júlí og átti hér góða viðdvöl.

Menningarnefndin er ánægð með framlag Grundapol til vinabæjarsamskipta undanfarin ár og vill hvetja félagið til áframhaldandi góðra verka í þágu vinabæjanna.