Málsnúmer 1609038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 489. fundur - 29.09.2016

Lagt fram samkomulag milli Grundarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélags Snæfellinga, varðandi leigu Grundarfjarðarbæjar á húsnæði félagsins að Borgarbraut 2, fyrir starfsemi eldri borgara og annarra félagasamtaka. Á móti leigir Grundarfjarðarbær verkalýðsfélaginu starfsaðstöðu fyrir skrifstofu að Grundargötu 30.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og fagnar því að lausn fyrir umrædda félagastarfsemi sjái dagsins ljós með þessum hætti.
Jafnframt er menningar- og markaðsfulltrúa, ásamt bæjarstjóra, falið að vinna drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara og önnur félagasamtök.