Lögð fram ályktun frá kennurum Grunnskóla Grundarfjarðar, þar sem kennarar hvetja Grundarfjarðarbæ til að þrýsta á að Samband ísl. sveitarfélaga semji sem fyrst við Félag grunnskólakennara um raunverulegar hækkanir launa. Grunnskólakennarar afhentu bæjarstjóra ályktunina á formlegum fundi aðila 22. nóv. sl.
Bæjarráð Grundarfjarðar mun koma ályktuninni á framfæri við samninganefnd Sambands ísl. sveitarfélaga og óska eftir því að reynt verði eins og kostur er að flýta lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga.
Bæjarráð Grundarfjarðar mun koma ályktuninni á framfæri við samninganefnd Sambands ísl. sveitarfélaga og óska eftir því að reynt verði eins og kostur er að flýta lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga.