Málsnúmer 1612001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 200. fundur - 08.12.2016

Lögð fram frétt af heimasíðu Veitna ohf., þar sem fjallað er um álagningu gjalda á veitusvæðum fyrirtækisins. Ljóst er skv. fréttinni að álagning á kalt vatn er mjög mismunandi á milli þeirra veitna sem Vetur ohf. reka, en fram kemur að fyrirtækið rekur veitur í alls fimm sveitarfélögum og þjónar um 40% landsmanna.

Jafnframt lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar, þar sem óskað er svara við því hverju sætir að verð á köldu vatni í Grundarfirði er á öðrum kjörum en raunin er í öðrum veitum fyrirtækisins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að fylgja eftir fyrirspurn bæjarins.