Málsnúmer 1701001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

  • Gestahús að Sólbakka úr landi Hálss:
    Sædís Helga Guðmundsdóttir kt. 080674-3339 sækir um leyfi til að byggja 50,9 m2 gestahús í stað 47,6 m2 húss, sbr. samþykkt á byggingarfundi nr. 109 15.09.2009
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 174 Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi teikningu á grunn sem fyrir er á landi Sædísar Helgu Guðmundsdóttir við Sólbakka í Grundarfirðir. Landnúmer 232-7315.

    Nefndin telur að ekki þurfi að fara í deiliskipulagsbreytingu þar sem um óveruleg frávik er að ræða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
  • Bífreiðaþjónusta Snæfellsness: Hjalti Allan Sverrisson kt. 200269-4979 óskar eftir að byggingarfulltrúi skoði hvor hann megi byggja/stækka núverandi Bifreiðaþjónustu Sólvöllum 5, Grundarfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 174 2. Skipulags og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndir um stækkun og felur byggingarfulltrúa að kanna hve stór byggingarreitur Sólvalla 5 getur verið svo lóðarhafi geti hannað á hann viðbyggingu. Bókun fundar Samþykkt.