201. fundur 12. janúar 2017 kl. 16:30 - 19:36 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.
Elis Guðjónsson fæddur 9. ágúst 1931, látinn 20. desember 2016.

Hann starfaði hjá Grundarfjarðarbæ í 21 ár sem verkstjóri, vigtarmaður og hafnarvörður.


Fundarmenn risu úr sætum.


Unnur Þóra var boðin velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

1.Bæjarráð - 493

Málsnúmer 1612002FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 493 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 493 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 15. des. sl., þar sem óskað er heimildar til afskriftar skulda, vegna opinberra gjalda, sem ekki hefur tekist að innheimta. Samkvæmt framlögðum lista eru umrædd gjöld ásamt vöxtum 29.487 kr.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gjöldin verði afskrifuð.
  • Bæjarráð - 493 Lögð fram fundargerð Framkvæmdaráðs Snæfellsness frá 15. des. sl.
    Jafnframt lögð fram drög að stofnsamningi fyrir Byggðasamlag Snæfellinga bs., sem áætlað er að taki við verkefnum Héraðsnefndar Snæfellsness um nk. áramót.

    Bæjarráð leggur til að stofnsamningur byggðasamlagsins verði staðfestur á næsta fundi bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 493 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um rekstrarleyfi í flokki I að Hamrahlíð 9, Grundarfirði.

    Bæjarráð bendir á vinnureglur sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn vegna rekstrarleyfisumsókna. Að uppfylltum skilyrðum sem þar koma fram mælir bæjarráð með því við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um erindið, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 493 Lagður fram dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli fyrrum starfsmanns gegn Grundarfjarðarbæ, vegna uppsagnar á starfi við ræstingar. Starfsmanninum hafði verið sagt upp starfinu vegna verulegra breytinga á fyrirkomulagi þess, sem fól m.a. í sér að starfshlutfall minnkaði um 2/3 hluta.

    Niðurstaða dómsins er sú að Grundarfjarðarbær hefði átt að bjóða viðkomandi starfsmanni hið breytta starf í stað þess að auglýsa starfið laust til umsóknar. Á grundvelli þess er uppsögnin ekki talin lögmæt og bærinn dæmdur til þess að greiða 650.000 kr. í bætur, auk málskostnaðar.

    Samkvæmt dómnum er Grundarfjarðarbær sýknaður af kröfu um miskabætur, þar sem framganga við uppsögnina þótti ekki fela í sér ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi starfsmanni.

    Bæjarráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að málinu verði ekki áfrýað til Hæstaréttar og að dæmdar bætur 650 þús. kr. ásamt málskostnaði verði greiddar.
    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 493 Gerð grein fyrir því að umsjónarmaður Samkomuhúss Grundarfjarðar hefur sagt starfi sínu lausu og óskar eftir því að losna sem fyrst.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og menningar- og markaðsfulltrúa að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.
  • 1.7 1610010 Gjaldskrár 2017
    Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar tvö bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 19. des. sl. varðandi staðfestingu gjaldskráa.
  • Bæjarráð - 493 Lagt fram til kynningar bréf dags. 20. nóv. sl. frá Æðarvéum og Æðaræktarfélagi Snæfellinga þar sem skorað er á sveitarfélög við Breiðafjörð að standa vörð um lífríki fjarðarins.
  • Bæjarráð - 493 Lagt fram til kynningar bréf frá Landssamtökunum Þroskahjálp dags. 7. des. sl. varðandi húsnæðismál fatlaðra.
  • Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar auglýsing Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um byggðakvóta 2016-2017.
  • . Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar trygging vegna þrettándabrennu sem haldin verður í Kolgrafarfirði 6. janúar nk.
  • Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar bréf um aflýsingu búseturéttarsamnings vegna íbúðar 105 að Hrannarstíg 18. Jafnframt lagt fram til kynningar nýr leigu- og búseturéttarsamningur um íbúðina.
  • Bæjarráð - 493 Lagt fram bréf dags. 21. des. sl. til Atvinnuráðgjafar SSV
    þar sem vísað er til fundar fulltrúa bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar, bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og hreppsnefndar Helgafellssveitar frá 8. nóv. sl.

    Niðurstaða þess fundar var að fela Atvinnuráðgjöf SSV að vinna greinargerð um kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin, gera tillögur að stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags og leita eftir styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til verkefnisins.
  • Bæjarráð - 493 Afmælishátíð Leikskólans Sólvalla verður haldið 7. janúar nk. í tilefni 40 ára afmælis leikskólastarfs í Grundarfirði.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 174

Málsnúmer 1701001FVakta málsnúmer

  • 2.1 1701001 Gestahús,Sólbakki
    Gestahús að Sólbakka úr landi Hálss:
    Sædís Helga Guðmundsdóttir kt. 080674-3339 sækir um leyfi til að byggja 50,9 m2 gestahús í stað 47,6 m2 húss, sbr. samþykkt á byggingarfundi nr. 109 15.09.2009
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 174 Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi teikningu á grunn sem fyrir er á landi Sædísar Helgu Guðmundsdóttir við Sólbakka í Grundarfirðir. Landnúmer 232-7315.

    Nefndin telur að ekki þurfi að fara í deiliskipulagsbreytingu þar sem um óveruleg frávik er að ræða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
  • Bífreiðaþjónusta Snæfellsness: Hjalti Allan Sverrisson kt. 200269-4979 óskar eftir að byggingarfulltrúi skoði hvor hann megi byggja/stækka núverandi Bifreiðaþjónustu Sólvöllum 5, Grundarfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 174 2. Skipulags og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndir um stækkun og felur byggingarfulltrúa að kanna hve stór byggingarreitur Sólvalla 5 getur verið svo lóðarhafi geti hannað á hann viðbyggingu. Bókun fundar Samþykkt.

3.Lóðarleigusamningur, Ártún 21

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Landsnets um lóðina Ártún 21, Grundarfirði. Lóðin er leigð fyrir tengivirki og er landnúmer hennar 223.608 og heildarstærð 4.900 fermetrar.
Til máls tóku EG, HK og ÞS
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning samhljóða.

4.Sérstakar húsaleigubætur

Málsnúmer 1701009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sbr. lög um húsnæðisbætur nr.75/2016. Drögin eru unnin af Félags- og skólaþjónustu Snæfellsness.
Til máls tóku EG,ÞS,SGA,JÓK og UÞS
Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mikilvægt að flýtt verði endanlegri gerð reglnanna og miðað verði við að þær verði eins á öllu svæðinu.
Bæjarstjóra falið að koma þeim athugasemdum á framfæri sem um var rætt.
Endanleg útgáfa verði síðan samþykkt.

5.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, úrskurður

Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Þann 30. des. sl. kvað Úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. 664/2016 í máli ÚNU 16010006. Úrskurðurinn lýtur að því að Grundarfjarðarbæ ber að veita kæranda aðgang að tilteknum hlutum skýrslu Lífs og sálar ehf., dags 8. des 2015. Áður hafa niðurstöður skýrslunnar verið kynntar málsaðilum og sérstaklega fjallað um hana í bæjarstjórn. Fulltrúum kærenda voru kynntar niðurstöður skýrslunnar með formlegum hætti.
Á grundvelli fyrirliggjandi úrskurðar samþykkir bæjarstjórn samhljóða að fela lögfræðingi bæjarins að veita kærendum aðgang að þeim hlutum skýrslunnar sem úrskurðurinn kveður á um.

Allir tóku til máls.

6.Jarðstrengur, Grundarfjörður/Ólafsvík

Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Landsnet frá 5. janúar sl., varðandi frágang samninga vegna lagningar háspennustrengs um land Grundarfjarðarbæjar.
Til máls tóku EG, SÞ,UÞS og ÞS
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga frá samningum.

7.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Fjallað um samskipti Grundarfjarðarbæjar og Orkuveitunnar um framgang mála varðandi samninga um hitaveituvæðingu í Grundarfirði.
Lögfræðingur bæjarins hefur óskað eftir viðræðum við Orkuveituna og hefur verið tekið jákvætt í slíkar viðræður.
Til máls tóku EG, EBB og ÞS

8.Samkomuhús Grundarfjarðar

Málsnúmer 1606013Vakta málsnúmer

Umsjónamenn samkomuhússins hafa hætt störfum. Gerður var samningur um starfslok þeirra. Stíga þarf á stokk og fara yfir málefni hússins. Skoða þarf hvað helst þarf að lagfæra og hvernig við viljum sjá starfsemi hússins til framtíðar.
Viljum við reka það sjálf, leigja það út með tilteknum skilyrðum eða hvað.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra, menningarfulltrúa, forstöðumanni fasteigna og byggingarfulltrúa að vinna að tillögugerð.

9.Íbúafundur 2017

Málsnúmer 1701021Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að halda íbúafund, varðandi fjárhagsáætlun og ýmis mál er snúa að starfsemi bæjarins.
Lagt til að slíkur fundur verði haldinn í upphafi febrúar nk.
Bæjarstjóra falið að vinna að undirbúningi fundarins.

10.Framkvæmdaráð Snæfellsness/stofnsamningur bs.

Málsnúmer 1612017Vakta málsnúmer

Lagður fram stofnsamningur fyrir byggðasamlag Snæfellinga, en ákveðið var á aðalfundi Héraðsnefndar Snæfellsness að stofna slíkt samlag. Framkvæmdaráð Snæfellsness fjallaði um stofnsamnnginn á fundi sínum 15. des. sl. og vísaði honum til samþykktar í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi stofnsamning fyrir sitt leyti.

11.Íbúðamál

Málsnúmer 1701020Vakta málsnúmer

Rætt var um skort á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og mikilvægi þess að reynt verði að bæta úr íbúðaskorti með einhverjum brögðum. Eigandi 6 íbúða við Sæból 33 og 35 hefur sagt leigjendum upp leigunni. Ábúendur eru í vanda með það hvað gera skal þegar uppsagnartíma líkur.
Til máls tóku EG, SGA, EBB og UÞS.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að ræða við eiganda viðkomandi íbúða og leita leiða til úrlausnar.

12.Lóðarleigsamningar - almennt.

Málsnúmer 1610027Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar 8. des sl.var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að vinna endanlegt form lóðarleigusamninga fyrir íbúðarhúsnæði í bænum.
Til máls tóku EG og HK
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um form lóðarleigusamninga íbúðarhúrnæðis, sem gerir ráð fyrir að þeir verði almennt gerðir til 75 ára í framtíðinni, en eldri samningar hafa verið gerðir til 40 ára.

13.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir til Fjarskiptasjóðs um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Grundarfjarðar. Annars vegar er sótt um styrk til lagningu ljósleiðara vestan þéttbýlis Grundarfjarðar, þar sem unnt er að samnýta skurð með Landsneti, sem spara mundi talsverðan kostnað. Hins vegar er sótt um styrk til lagningu ljósleiðara austan þéttbýlis. Um er að ræða svokallaða A hluta umsókn. Greint verður frá því 17. janúar nk. hverjir hafa sent inn fullnægjandi gögn í A hlutann.
Bæjarstórn fagnar fyrirliggjndi umsóknum og hvetur til áframhaldandi vinnu þ.a. unnt verði að ljóleiðaravæða dreifbýlið sem hraðast.

14.Íslenska Gámafélagið, sorphirðubæklingur

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lagður fram bæklingur vegna sorphirðumála, sem gerður hefur verið í samvinnu við Íslenska Gámafélagið. Bæklingurinn heitir "Hreinn bær okkur kær" og er þar farið yfir hugmyndir að nýju klippikorti sem verður notað á Gámasvæði bæjarins. Bæklingur þessi ásamt klippikorti verður sendur inn á hvert heimili í bænum. Ráðgert er að klippikortið verði tekið í notkun frá 1. feb. nk.
Vonast er til að íbúar kynni sér efni bæklingsins vel og geymi hann á heimilinu til fróðleiks fyrir sig og aðra sem um þessi mál vilja vita.
Bæjarstjórn fagnar þessu framtaki og vonar að það hafi áhrif til góðs og lágmarki það sorp sem til urðunar fer.

15.Áhaldahús, nýr Avant.

Málsnúmer 1701012Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir því að fest hafa verið kaup á nýjum
Avant, liðléttingi sem meðal annars er notaður til moksturs og margvíslegra annarra hluta. Tækið kemur í stað eldra tækis sem nauðsynlegt er að endurnýja. Kostnaðarverð tækisins er um 6.6 m.kr. með vsk.
Bæjarstjórn samþykkir kaupin enda gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun.

16.Félag tónlistarskólakennara.

Málsnúmer 1701011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, varðandi kjaramál.

17.Snæfellsbær, aðalskipulag, umsögn

Málsnúmer 1701010Vakta málsnúmer

Lögð fram forathugun og stefnumótun í aðalskipulagi fyrir Snæfellsbæ m.t.t. nýtingar vindorku.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gögn, en mælist til að vandað verði sem kostur er að velja staðsetningu fyrir vindmyllur og gæta þess að hljóðvist verði í lagi.
Til máls tóku EG og HK.

18.Ferðamálastofa - Samningur Ferðamálastofu og Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Ferðamálastofu og Grundarfjarðarbæjar um stuðning við rekstur upplýsingaveitu í Grundarfirði utan háannartíma.
Bæjarstjórn fagnar fyrirliggjandi samningi.

19.Íbúakönnun á Vesturlandi

Málsnúmer 1701014Vakta málsnúmer

Lögð fram íbúakönnun, staða og mikilvægi búsetuskilyrða, tekin saman af Vífli Karlssyni fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Endanleg útgáfa er áætluð í apríl 2017.

20.Hafnasamband íslands, fundur 390

Málsnúmer 1701015Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Hafnasambands Íslands frá 7. des sl.
Jafnframt lagt fram bréf frá formanni stjórnar Hafnasambandsins frá 12. des. sl., þar sem kallað er eftir auknum fjárframlögum til hafnaframkvæmda.
Bæjarstjórn tekur undir áherslur sem fram koma í bréfinu.

21.Stjórnarfundur SSV nr. 127

Málsnúmer 1612008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSV frá 23.nóv. sl.

22.Stjórn Sambands sveitarfélaga fundur nr. 845

Málsnúmer 1701022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar sambands Ísl. sveitarfélaga frá 16. des sl.

23.Félagsmálanefnd fundur 163

Málsnúmer 1701017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð félagsmálanefndar Snæfellinga frá 6. des. sl.

24.Fundargerð stjórnar FSS nr. 87

Málsnúmer 1701018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð FSS frá 5. des. sl.

25.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, stjórnarfundur, nr. 140

Málsnúmer 1701019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 19. des. sl.

26.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 19:36.