Málsnúmer 1701008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Þann 30. des. sl. kvað Úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. 664/2016 í máli ÚNU 16010006. Úrskurðurinn lýtur að því að Grundarfjarðarbæ ber að veita kæranda aðgang að tilteknum hlutum skýrslu Lífs og sálar ehf., dags 8. des 2015. Áður hafa niðurstöður skýrslunnar verið kynntar málsaðilum og sérstaklega fjallað um hana í bæjarstjórn. Fulltrúum kærenda voru kynntar niðurstöður skýrslunnar með formlegum hætti.
Á grundvelli fyrirliggjandi úrskurðar samþykkir bæjarstjórn samhljóða að fela lögfræðingi bæjarins að veita kærendum aðgang að þeim hlutum skýrslunnar sem úrskurðurinn kveður á um.

Allir tóku til máls.