Málsnúmer 1701009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sbr. lög um húsnæðisbætur nr.75/2016. Drögin eru unnin af Félags- og skólaþjónustu Snæfellsness.
Til máls tóku EG,ÞS,SGA,JÓK og UÞS
Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mikilvægt að flýtt verði endanlegri gerð reglnanna og miðað verði við að þær verði eins á öllu svæðinu.
Bæjarstjóra falið að koma þeim athugasemdum á framfæri sem um var rætt.
Endanleg útgáfa verði síðan samþykkt.

Bæjarráð - 495. fundur - 23.02.2017

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem unnar hafa verið af Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

Bæjarráð samþykkir drögin að reglunum og leggur til að þau verði samþykkt í bæjarstjórn.