Málsnúmer 1702004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 203. fundur - 09.03.2017

  • .1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 495 Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu bæjarins.
  • Bæjarráð - 495 Lagt fram uppgjör frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á staðgreiðslu Grundarfjarðarbæjar vegna tekjuársins 2016.
  • .3 1702027 Laun, útkoma 2016
    Bæjarráð - 495 Lagt fram yfirlit yfir launagreiðslur bæjarins árið 2016 samanborið við samþykkta launaáætlun. Heildarlaunagreiðslur voru 468,9 m.kr. en launaáætlun hafði gert ráð fyrir að laun yrðu 466,9 m.kr.
  • .4 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 495 Lögð fram tilkynning innanríkisráðuneytisins varðandi undirskrift samninga um uppbyggingu á ljósleiðarakerfum. Undirritunin fer fram þriðjudaginn 28. febrúar nk. á skrifstofu Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fulltrúi Grundarfjarðar mun mæta og undirrita samninga um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Grundarfjarðar.

    Jafnframt lögð fram gögn og tilboð frá fyrirtækinu Rafafli í fullnaðarhönnun á lagningu ljósleiðarakerfis í dreifbýlið og gerð útboðsgagna. Tilboðið er að fjárhæð 2.175 þús. kr. með virðisaukaskatti.

    Bæjarráð samykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við tilboðsgjafa.

    Jafnframt lagðar fram kostnaðaráætlanir yfir áætlaðan kostnað við lagningu ljósleiðarakerfisins. Áætlað er að sá kostnaður sé um 42 m.kr. Á grundvelli þessara kostnaðaráætlana þarf bæjarstjórn að ákveða fjárhæð stofngjalda á hverja tengingu í dreifbýli og semja við fjarskiptafyrirtæki um rekstur á kerfinu miðað við ákveðinn kostnað á tengingu.

    Bæjarráð vísar nánari umfjöllun um ákvörðun stofngjalda til bæjarstjórnar og leggur til að ritað verði bréf til þeirra sem kost eiga á tengingu í dreifbýli og hugur þeirra kannaður.
  • .5 1605029 Lausar lóðir
    Bæjarráð - 495 Lagt fram yfirlit yfir lausar lóðir í þéttbýli Grundarfjarðar. Alls er um að ræða 20 lóðir fyrir mismunandi húsagerðir. Á síðasta ári var gefinn 50% afsláttur á lóðagjöldum til þess að hvetja til bygginga á íbúðarhúsnæði.

    Bæjarráð telur æskilegt að skoðaðir verði frekari afslættir á gatnagerðargjöldum og að skoðuð verði samvinna við verktaka eða aðra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

    Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að skoða málin nánar og vísar frekari umfjöllun til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, JÓK, RG, HK, EBB, ÞS og SÞ.

    Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fara yfir lausar lóðir í bænum og gera grein fyrir hvaða húsagerðir geti verið á hverri lóð.

    Jafnframt er skipulags- og byggingafulltrúa falið að bjóða þéttingarlóðir með 100% afslætti á gatnagerðargjöldum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 495 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa, forstöðumanni íþróttamannvirkja og umsjónarmanni fasteigna varðandi hugmyndir að framkvæmdum við sundlaugina. Þar er farið yfir helstu framkvæmdir sem nauðsynlegt er að vinna við sundlaugina. Farið yfir aðgengismál, heita potta, girðingar umhverfis sundlaugarsvæði og lagfæringu á gúmmíhellum o.fl.

    Bæjarráð tekur undir það að unnið verði eftir þessari áætlun og leggur til að settir verði nýir pottar í stað eldri og felur skipulags- og byggingafulltrúa að fá endanleg verðtilboð í nýja potta. Framkvæmdirnar taki mið af því að unnt verði að opna sundlaugina tímanlega í vor.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, RG og ÞS.

    Bæjarstjórn tekur undir tillögu bæjarráðs og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fylgja eftir framkvæmdum og panta nýja heita potta. Fyrir liggur endanlegt tilboð í þá að fjárhæð 1.750 þús. kr.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 495 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss varðandi gatnagerðarframkvæmdir í Sæbóli. Í minnisblaðinu kemur fram að útrásir í götunni eru orðnar lélegar.
    Skoðaðir eru tveir möguleikar á viðgerð. Annars vegar að skipta um lögn og hins vegar að fóðra eldri lögn. Jafnframt ræddar malbikunarframkvæmdir á götunni.

    Bæjarráði hugnast betur sá kostur að fóðra lagnirnar og leggur til að það verði sett á fjárhagsátlun næsta árs.
    Einnig er lagt til að kallað verði eftir tilboði í fóðrun lagnarinnar.

    Bæjarráð samþykkir jafnframt að kallað verði eftir tilboðum í malbikun götunnar. Bæjarráð leggur eindregið til að gatan verði malbikuð í ár.
    Bókun fundar Frekari umfjöllun um málefnið er vísað til 5. tl. á dagskrá fundar bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð - 495 Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem unnar hafa verið af Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

    Bæjarráð samþykkir drögin að reglunum og leggur til að þau verði samþykkt í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 495 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram yfirlit yfir helstu lagfæringar sem vinna þarf að í samkomuhúsinu. Samantektin er unnin af skipulags- og byggingafulltrúa og umsjónarmanni fasteigna.

    Bæjarráð leggur til að verkefnum verði forgangsraðað og hvert atriði kostnaðarmetið.

    Bæjarráð telur einnig nauðsynlegt að skoðaðir verði mismunandi valkostir á rekstri hússins. Hvort bærinn komi til með að reka það áfram á svipuðum nótum og gert hefur verið eða önnur rekstrarform skoðuð, svo sem útleiga með sérstökum skilyrðum eða jafnvel sala.

    Bæjarráð leggur til að óskað verði eftir hugmyndum frá íbúum um notagildi samkomuhússins.

    Bæjarráð vísar frekari umræðu til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að gerð verði framkvæmda-, tíma- og kostnaðaráætlun yfir nauðsynlegar endurbætur á húsinu.
    Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fylgja þeirri vinnu eftir og skila fyrir fund bæjarstjórnar þann 11. maí nk.

    Lagt er til að settur verði á laggirnar sérstakur starfshópur bæjarstjórnar sem í sitja bæjarstjóri, formaður menningarnefndar, menningar- og markaðsfulltrúi og forseti bæjarstjórnar. Hópurinn skal vinna hugmyndir að rekstrarfyrirkomulagi hússins og leita eftir hugmyndum frá íbúum og félagasamtökum. Tillögurnar skulu liggja fyrir eins fljótt og unnt er.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 495 Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps kennara og fulltrúa bæjaryfirvalda frá 17. feb. sl.
  • Bæjarráð - 495 Lagt fram bréf frá Ísorku móttekið 15. febr. sl. varðandi rafbílavæðingu.
  • Bæjarráð - 495 Lagt fram til kynningar bréf UMFÍ varðandi Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður árið 2020 og 9. landsmót UMFÍ 50 sem haldið verður árið 2019.
  • Bæjarráð - 495 Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga frá 10. feb. sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
  • Bæjarráð - 495 Lögð fram skýrsla vinnuhóps um endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga dags. í des. 2016.
  • Bæjarráð - 495 Lagt fram erindi Thorp consulting móttekið 6. feb. sl., varðandi stefnumótun í ferðaþjónustu.
  • Bæjarráð - 495 Lagður fram ársreikningur Félags eldri borgara fyrir árið 2016.
  • Bæjarráð - 495 Lagðir fram ársreikningar Hesteigendafélags Grundarfjarðar fyrir árin 2014, 2015 og 2016.