203. fundur 09. mars 2017 kl. 16:30 - 19:57 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
 • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
 • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingi.
Stúlka fædd 21. febrúar 2017. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Bárðardóttir og Júlíus Már Freysson.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 495

Málsnúmer 1702004FVakta málsnúmer

 • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 495 Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu bæjarins.
 • Bæjarráð - 495 Lagt fram uppgjör frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á staðgreiðslu Grundarfjarðarbæjar vegna tekjuársins 2016.
 • 1.3 1702027 Laun, útkoma 2016
  Bæjarráð - 495 Lagt fram yfirlit yfir launagreiðslur bæjarins árið 2016 samanborið við samþykkta launaáætlun. Heildarlaunagreiðslur voru 468,9 m.kr. en launaáætlun hafði gert ráð fyrir að laun yrðu 466,9 m.kr.
 • 1.4 1701005 Ísland ljóstengt
  Bæjarráð - 495 Lögð fram tilkynning innanríkisráðuneytisins varðandi undirskrift samninga um uppbyggingu á ljósleiðarakerfum. Undirritunin fer fram þriðjudaginn 28. febrúar nk. á skrifstofu Sambands ísl. sveitarfélaga.

  Fulltrúi Grundarfjarðar mun mæta og undirrita samninga um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Grundarfjarðar.

  Jafnframt lögð fram gögn og tilboð frá fyrirtækinu Rafafli í fullnaðarhönnun á lagningu ljósleiðarakerfis í dreifbýlið og gerð útboðsgagna. Tilboðið er að fjárhæð 2.175 þús. kr. með virðisaukaskatti.

  Bæjarráð samykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við tilboðsgjafa.

  Jafnframt lagðar fram kostnaðaráætlanir yfir áætlaðan kostnað við lagningu ljósleiðarakerfisins. Áætlað er að sá kostnaður sé um 42 m.kr. Á grundvelli þessara kostnaðaráætlana þarf bæjarstjórn að ákveða fjárhæð stofngjalda á hverja tengingu í dreifbýli og semja við fjarskiptafyrirtæki um rekstur á kerfinu miðað við ákveðinn kostnað á tengingu.

  Bæjarráð vísar nánari umfjöllun um ákvörðun stofngjalda til bæjarstjórnar og leggur til að ritað verði bréf til þeirra sem kost eiga á tengingu í dreifbýli og hugur þeirra kannaður.
 • 1.5 1605029 Lausar lóðir
  Bæjarráð - 495 Lagt fram yfirlit yfir lausar lóðir í þéttbýli Grundarfjarðar. Alls er um að ræða 20 lóðir fyrir mismunandi húsagerðir. Á síðasta ári var gefinn 50% afsláttur á lóðagjöldum til þess að hvetja til bygginga á íbúðarhúsnæði.

  Bæjarráð telur æskilegt að skoðaðir verði frekari afslættir á gatnagerðargjöldum og að skoðuð verði samvinna við verktaka eða aðra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

  Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að skoða málin nánar og vísar frekari umfjöllun til bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tóku EG, JÓK, RG, HK, EBB, ÞS og SÞ.

  Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fara yfir lausar lóðir í bænum og gera grein fyrir hvaða húsagerðir geti verið á hverri lóð.

  Jafnframt er skipulags- og byggingafulltrúa falið að bjóða þéttingarlóðir með 100% afslætti á gatnagerðargjöldum.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 495 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

  Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa, forstöðumanni íþróttamannvirkja og umsjónarmanni fasteigna varðandi hugmyndir að framkvæmdum við sundlaugina. Þar er farið yfir helstu framkvæmdir sem nauðsynlegt er að vinna við sundlaugina. Farið yfir aðgengismál, heita potta, girðingar umhverfis sundlaugarsvæði og lagfæringu á gúmmíhellum o.fl.

  Bæjarráð tekur undir það að unnið verði eftir þessari áætlun og leggur til að settir verði nýir pottar í stað eldri og felur skipulags- og byggingafulltrúa að fá endanleg verðtilboð í nýja potta. Framkvæmdirnar taki mið af því að unnt verði að opna sundlaugina tímanlega í vor.
  Bókun fundar Til máls tóku EG, RG og ÞS.

  Bæjarstjórn tekur undir tillögu bæjarráðs og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fylgja eftir framkvæmdum og panta nýja heita potta. Fyrir liggur endanlegt tilboð í þá að fjárhæð 1.750 þús. kr.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 495 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

  Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss varðandi gatnagerðarframkvæmdir í Sæbóli. Í minnisblaðinu kemur fram að útrásir í götunni eru orðnar lélegar.
  Skoðaðir eru tveir möguleikar á viðgerð. Annars vegar að skipta um lögn og hins vegar að fóðra eldri lögn. Jafnframt ræddar malbikunarframkvæmdir á götunni.

  Bæjarráði hugnast betur sá kostur að fóðra lagnirnar og leggur til að það verði sett á fjárhagsátlun næsta árs.
  Einnig er lagt til að kallað verði eftir tilboði í fóðrun lagnarinnar.

  Bæjarráð samþykkir jafnframt að kallað verði eftir tilboðum í malbikun götunnar. Bæjarráð leggur eindregið til að gatan verði malbikuð í ár.
  Bókun fundar Frekari umfjöllun um málefnið er vísað til 5. tl. á dagskrá fundar bæjarstjórnar.
 • Bæjarráð - 495 Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem unnar hafa verið af Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

  Bæjarráð samþykkir drögin að reglunum og leggur til að þau verði samþykkt í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 495 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

  Lagt fram yfirlit yfir helstu lagfæringar sem vinna þarf að í samkomuhúsinu. Samantektin er unnin af skipulags- og byggingafulltrúa og umsjónarmanni fasteigna.

  Bæjarráð leggur til að verkefnum verði forgangsraðað og hvert atriði kostnaðarmetið.

  Bæjarráð telur einnig nauðsynlegt að skoðaðir verði mismunandi valkostir á rekstri hússins. Hvort bærinn komi til með að reka það áfram á svipuðum nótum og gert hefur verið eða önnur rekstrarform skoðuð, svo sem útleiga með sérstökum skilyrðum eða jafnvel sala.

  Bæjarráð leggur til að óskað verði eftir hugmyndum frá íbúum um notagildi samkomuhússins.

  Bæjarráð vísar frekari umræðu til bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að gerð verði framkvæmda-, tíma- og kostnaðaráætlun yfir nauðsynlegar endurbætur á húsinu.
  Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fylgja þeirri vinnu eftir og skila fyrir fund bæjarstjórnar þann 11. maí nk.

  Lagt er til að settur verði á laggirnar sérstakur starfshópur bæjarstjórnar sem í sitja bæjarstjóri, formaður menningarnefndar, menningar- og markaðsfulltrúi og forseti bæjarstjórnar. Hópurinn skal vinna hugmyndir að rekstrarfyrirkomulagi hússins og leita eftir hugmyndum frá íbúum og félagasamtökum. Tillögurnar skulu liggja fyrir eins fljótt og unnt er.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 495 Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps kennara og fulltrúa bæjaryfirvalda frá 17. feb. sl.
 • Bæjarráð - 495 Lagt fram bréf frá Ísorku móttekið 15. febr. sl. varðandi rafbílavæðingu.
 • Bæjarráð - 495 Lagt fram til kynningar bréf UMFÍ varðandi Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður árið 2020 og 9. landsmót UMFÍ 50 sem haldið verður árið 2019.
 • Bæjarráð - 495 Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga frá 10. feb. sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
 • Bæjarráð - 495 Lögð fram skýrsla vinnuhóps um endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga dags. í des. 2016.
 • Bæjarráð - 495 Lagt fram erindi Thorp consulting móttekið 6. feb. sl., varðandi stefnumótun í ferðaþjónustu.
 • Bæjarráð - 495 Lagður fram ársreikningur Félags eldri borgara fyrir árið 2016.
 • Bæjarráð - 495 Lagðir fram ársreikningar Hesteigendafélags Grundarfjarðar fyrir árin 2014, 2015 og 2016.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 176

Málsnúmer 1703002FVakta málsnúmer

 • 2.1 1703007 Jarðstrengur
  Umsókn um framkvæmdaleyfi: lagning 66kv jarðsstreng, Grundarfjarðarlínu 2 Skipulags- og umhverfisnefnd - 176 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Til máls tóku EG, ÞS og RG.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • 2.2 1703008 Suður Bár
  Umsókn um endurnýjum - breytingum á gluggum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 176 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • 2.3 1610008 Hraðahindranir og umferðamerkingar
  Hraðahindranir og umferðaþrengingar Skipulags- og umhverfisnefnd - 176 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til tvenns konar hraðahindranir verði settar niður. Annarsvegar upphækkaðar hraðahindranir við Grunnskóla ofan við innkeyrslu að ráðhúsi, á Hrannarstíg við Smiðjustíg og Grundargötu við Sæból. Hinsvegar umferðaþrengingar (Sóley frá Íslandshús eða sambærilegar)á Sæból og Ölkelduveg.

  Einnig finnst okkur mikilvægt að gangstéttir fyrir börn á leið í skóla séu kláraðar.
  Bókun fundar Bæjarstjórn lýsir ánægju með hugmyndir umhverfis- og skipulagsnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að skoða kostnað við útfærslu á tillögum nefndarinnar. Jafnframt er honum falið að vinna að undirbúningi þess að hrinda verkinu í framkvæmd.

  Samþykkt samhljóða.
 • 2.4 1610023 Kolgrafafjörður, deiliskipulag, lýsing
  Deiliskipulag til kynningar Skipulags- og umhverfisnefnd - 176 Skipulags- og byggingarnefnd lýst vel á deiliskupulagið og leggur til að deiliskipulagðið verði sett í auglýsingu. Bókun fundar Frekari umfjöllun um málefnið er vísað til 6. tl. á dagskrá fundar bæjarstjórnar.

3.SSV, aðalfundur, kosning fulltrúa

Málsnúmer 1703002Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð aðalfundar SSV, sem haldinn verður 29. mars nk. í Borgarnesi.

Lögð fram tillaga um að Eyþór Garðarsson, Rósa Guðmundsdóttir og Berghildur Pálmadóttir verði aðalfulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundinum og að til vara verði Hinrik Konráðsson, Jósef Ó. Kjartansson og Elsa B. Björnsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

4.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli Grundarfjarðar. Styrkurinn er alls að fjárhæð 15.468 þús. kr.

Ennfremur lagður fram samningur um hönnun ljósleiðaranets í Grundarfirði. Samningurinn er gerður milli Grundarfjarðarbæjar og Rafals ehf. Samningsfjárhæðin er 2.175 þús. kr. að meðtöldum 24% virðisaukaskatti. Miðað er við að ljúka fullnaðarhönnun eins fljótt og kostur er og í beinu framhaldi verður verkið boðið út.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samninga.

Heildarkostnaður við ljósleiðaravæðinguna er áætlaður rétt um 42 m.kr. Styrkur frá Fjarskiptasjóði er 15,5 m.kr. eins og fram kemur í samningnum. Miðað er við að mismunurinn, 26,5 m.kr., fjármagnist af samningum við notendur og rekstraraðila.

Bæjarstjórn leggur til að nánari útfærslu á stofngjöldum og samningagerð við fjarskiptafyrirtæki verði vísað til vinnslu í bæjarráði.

Ennfremur telur bæjarstjórn mikilvægt að öllum eigendum fasteigna í dreifbýli Grundarfjarðar verði ritað bréf og kannaður áhugi þeirra fyrir tengingu við ljósleiðarakerfið.

Skipulags- og byggingafulltrúa falin ritun bréfanna.

Samþykkt samhljóða.

5.Sæból, framkvæmdir

Málsnúmer 1702025Vakta málsnúmer

Lagðar fram nýjar kostnaðartölur í fóðringu á holræsalögnum í Sæbóli.
Heildarkostnaður við verkið samkvæmt verðtilboði er 9.655 þús. kr. fyrir utan virðisaukaskatt. Verði þessi leið valin er ráðgert að verkið taki u.þ.b. eina viku.

Til máls tóku EG, RG, ÞS, HK og JÓK.

Á grundvelli nýrra upplýsinga um verð er lagt til að gengið verði til samninga við Hreinsitækni ehf. og að ráðist verði í verkið eins fljótt og unnt er.

Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að fá verðtilboð í malbikun götunnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Kolgrafafjörður, deiliskipulag, lýsing

Málsnúmer 1610023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir áningarstað í Kolgrafafirði ásamt greinargerð. Farið yfir drögin og lagt til að gerðar verði minniháttar breytingar er lúta að veðurstöð, bílastæði og náttúruskoðunarhúsum.

Allir tóku til máls.

Grundarfjarðarbær hefur, í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Alta, unnið að deiliskipulagstillögu fyrir áningarstað vestan við brúna yfir Kolgrafafjörð. Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að bæta öryggi allra vegfarenda við brúna með því að skilgreina áningarstað þar sem veittar verða upplýsingar um umhverfið, náttúruna og nærliggjandi þjónustu, ferðalöngum og íbúum á svæðinu til hagsbóta. Markmið með skipulagningunni er jafnframt að stýra umferð fólks um svæðið, sem nú þegar er farið að draga til sín ferðamenn. Það þjónar því bæði ferðalöngum og náttúrunni að skipuleggja svæðið og umgengni um það af kostgæfni.

Á áningarstað er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir fólksbíla og rútur ásamt hjólastæðum. Ennfremur útsýnispalli á grjótvarnargarði beggja vegna brúar ásamt skýlum til náttúruskoðunar. Þá er gert ráð fyrir gönguleið frá nýjum áningarstað að núverandi áningarstað Vegagerðarinnar í grennd við bæinn Eiði. Nánar er vísað í kynningargögn.

Drög að deiliskipulagstillögunni munu liggja fyrir og til stendur að kynna tillöguna á vinnslustigi fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Drögin munu liggja frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 á tímabilinu 13.-26. mars 2017.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur Alta að lagfæra þau atriði sem bent er á. Í framhaldi verði tillagan auglýst.

7.Svæðisgarður Snæfellsness

Málsnúmer 1702015Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagsskrá fyrir Svæðisgarð Snæfellsness ásamt fleiri gögnum.

Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í stjórn eru Eyþór Garðarsson og Rósa Guðmundsdóttir. Kjósa þarf tvo til vara.

Tillaga lögð fram um að Sólrún Guðjónsdóttir og Jósef Ó. Kjartansson verði varamenn.

Samþykkt samhljóða.

8.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð samstarfshóps um sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Jafnframt gerð grein fyrir umsókn sveitarfélaganna til Jöfnunarsjóðs um styrk til þess að vinna sviðsmyndir af áhrifum hugsanlegrar sameiningar.

Þá var kynnt hugmynd sérfræðinga að sviðsmyndavinnu sem ráðist verður í fáist tilskyldir styrkir frá Jöfnunarsjóði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina og að unnið verði að málum til samræmis við hana.

9.Grundargata 55 - Rekstrarleyfi

Málsnúmer 1703004Vakta málsnúmer

SÞ vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi frá 1. mars sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sævarðs ehf., Grundargötu 55, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.

Jafnframt lagt fram samþykki nágranna.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.

10.Byggðasamlag Snæfellinga

Málsnúmer 1703005Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar stofnsamningur nýs byggðasamlags Snæfellinga bs., ásamt öðrum tengdum gögnum.

Til máls tóku EG, HK og ÞS.

11.Samb. ísl. sveitarfélaga - Landsþing nr. XXXI

Málsnúmer 1702029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga frá 25. feb. sl., þar sem boðað er til XXXI landsþings sambandsins, sem haldið verður föstudaginn 24. mars nk.

Forseti bæjarstjórnar ásamt bæjarstjóra munu mæta á þingið.

12.Aðalskipulag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 23. feb. sl., þar sem stofnunin samþykkir erindi bæjarins um þátttöku í kostnaði við aðalskipulagsvinnu bæjarfélagsins. Samþykkt þátttaka nemur liðlega 12,7 m.kr. eða 50% kostnaðar.

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með erindið.

13.Sorpurðun Vesturlands - Aðalfundur

Málsnúmer 1702030Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður miðvikudaginn 29. mars nk.

Fulltrúar bæjarins munu mæta á aðalfundinn.

14.Samb. ísl. sveitarfélaga - Fundargerð 847. fundar

Málsnúmer 1703001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

15.EBÍ - Styrktarsjóður EBÍ 2017

Málsnúmer 1702035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Styrktarsjóðs EBÍ frá 23. feb. sl., varðandi styrki og styrkumsóknir.

16.Listvinafélag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1702028Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Listvinafélagsins Grundarfjarðar vegna ársins 2016.

17.Kvenfélagið - Samkomuhús

Málsnúmer 1703006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Kvenfélagsins gleym mér ei frá 1. mars sl., varðandi samkomuhúsið.

Bæjarstjórn þakkar kvenfélaginu fyrir góðar ábendingar og gott samstarf á liðnum árum.

Erindinu vísað til úrvinnslu í starfsnefnd bæjarstjórnar um samkomuhúsið.

18.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 141. fundar

Málsnúmer 1703011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

19.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 165. fundar

Málsnúmer 1703010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 165. fundargerð Félagsmálanefndar Snæfellinga.

20.Stjórn FSS - Fundargerð 88. fundar

Málsnúmer 1703009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 88. fundar stjórnar FSS.

Til máls tóku EG og ÞS.

21.SSV - Fundargerð 128. stjórnarfundar

Málsnúmer 1702022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 128. fundar stjórnar SSV.

Til máls tóku EG, RG og ÞS.

22.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:57.