Málsnúmer 1702024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 495. fundur - 23.02.2017

Lagt fram bréf frá Ísorku móttekið 15. febr. sl. varðandi rafbílavæðingu.

Bæjarráð - 496. fundur - 23.03.2017

Lagt fram bréf Ísorku frá febrúar sl., varðandi uppsetningu afgreiðslustaðar raforku fyrir bíla. Fram kemur að Ísorka bjóðist til að tengja stöðina við rekstrar- og upplýsingakerfi, jafnt fyrir rafbílaeigendur og rekstraraðila viðkomandi stöðvar.

Bæjarráð leggur til að fundinn verði endanlegur staður fyrir stöðina og rætt verði nánar við forsvarsmenn fyrirtækisins um uppsetningu á stöðinni og rekstrarkerfi eins og því er lýst. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða.