496. fundur 23. mars 2017 kl. 12:00 - 15:37 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu.

2.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 1703033Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur.

3.Tillaga um afskriftir viðskiptakrafna

Málsnúmer 1703034Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um afskriftir viðskiptakrafna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða afskrift á skuld að fjárhæð 12.000 kr.

4.Útsvarsskuldir

Málsnúmer 1703035Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir útsvarsskuldir.

5.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram dreifibréf, sem sent hefur verið til eigenda fasteigna í dreifbýli Grundarfjarðar og spurst fyrir um áhuga þeirra á því að fá ljósleiðaratengingu. Vonast er til að sem flestir sýni átakinu áhuga.

Gerður hefur verið samningur við fyrirtækið Rafal um fullnaðarhönnun ljósleiðarakerfisins og gerð útboðsgagna. Fyrirtækið leggur til að farið verði í verðkönnun á lagningu ljósleiðara í dreifbýlið á grundvelli tillagna frá Rafal um þá sem taldir eru henta best til verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að farið verði í verðkönnun á grundvelli gagna frá Rafal.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

6.Framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem áætlaðar eru á þessu ári. Öll helstu verkefni eru í góðri vinnslu. Áætlaður er fundur í næstu viku til að yfirfara forgangsröðun á viðhaldsframkvæmdum í grunnskólanum.

Jafnframt er sérstaklega ítrekað mikilvægi þess að unnið verði að því að ákveða endanlega hvaða trjátegundir verða notaðar í fyrsta áfanga gróðursetningar í Paimpol garði.

Bæjarráð leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við sérfræðinga í skógrækt, vinni endanlega tillögu að plöntuvali og kanni jafnframt kostnað við verkefnið. Miðað skal við að mögulegt verði að hefja gróðursetningu í vor.

Samþykkt samhljóða.

7.Fánasamningur 2017

Málsnúmer 1703036Vakta málsnúmer

Lagður fram fánasamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Skátafélagsins Örninn um flöggun á árinu 2017.

Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða.

8.Refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 1703037Vakta málsnúmer

Farið yfir möguleika á samningum við aðila um minnka- og refaveiðar í sveitarfélaginu. Greint frá því að ákveðnir aðilar hafa sýnt málinu áhuga. Kynnt fyrirkomulag minnka- og refaveiða í nágrannasveitarfélögunum.

Bæjaráð telur mikilvægt að leitast sé við að halda varginum í lágmarki í sveitarfélaginu. Lagt til að bæjarstjóri kalli saman fund aðila og skoði hvort mögulegt sé að gera samninga um minnka- og refaveiðar. Vinnu þessari verði flýtt svo unnt sé að taka endanlega ákvörðun eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs.

9.Kirkjufellsfoss, styrkur 2017

Málsnúmer 1703028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða dags. 16. mars sl. þar sem tilkynnt er að veittur hafi verið 7.000 þús. kr. styrkur til áframhaldandi framkvæmda við Kirkjufellsfoss.
Ákveðið hefur verið að boða til fundar með landeigendum, þar sem farið verður yfir sameiginlega sýn á framvindu mála áður en ráðist verður í gerð endanlegs deiliskipulags.

Bæjarráð telur mjög mikilvægt að reynt verði að vinna að úrbótum á svæðinu. Nauðsynlegt er að samkomulag sé milli aðila um næstu skref. Jafnframt að skoðað verði hvernig bæta megi strax úr bráðasta vandanum með tilliti til umferðar.

Samþykkt samhljóða.

10.Rafbílavæðing - Staðsetning afgreiðslu o.fl.

Málsnúmer 1702024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ísorku frá febrúar sl., varðandi uppsetningu afgreiðslustaðar raforku fyrir bíla. Fram kemur að Ísorka bjóðist til að tengja stöðina við rekstrar- og upplýsingakerfi, jafnt fyrir rafbílaeigendur og rekstraraðila viðkomandi stöðvar.

Bæjarráð leggur til að fundinn verði endanlegur staður fyrir stöðina og rætt verði nánar við forsvarsmenn fyrirtækisins um uppsetningu á stöðinni og rekstrarkerfi eins og því er lýst. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða.

11.Sveitarfélagið Árborg - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1703013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sveitarfélaginu Árborg dags. 1. mars. sl., varðandi leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.

12.Atvinnuleysi á Vesturlandi

Málsnúmer 1703021Vakta málsnúmer

Lagt fram upplýsingarit unnið af SSV, um þróun atvinnuleysis á Vesturlandi.

13.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Tilnefning á nýjum fulltrúa í Breiðarfjarðarnefnd

Málsnúmer 1703020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 9. mars sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu á nýjum fulltrúa í Breiðafjarðarnefnd.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra val á fulltrúa í samráði við nágrannasveitarfélögin.

14.TGJ ehf - Talningar á ferðamönnum

Málsnúmer 1703016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur (TGJ), varðandi skráningu á fjölda gesta á ferðamannastöðum o.fl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:37.