Málsnúmer 1702025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 495. fundur - 23.02.2017

Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss varðandi gatnagerðarframkvæmdir í Sæbóli. Í minnisblaðinu kemur fram að útrásir í götunni eru orðnar lélegar.
Skoðaðir eru tveir möguleikar á viðgerð. Annars vegar að skipta um lögn og hins vegar að fóðra eldri lögn. Jafnframt ræddar malbikunarframkvæmdir á götunni.

Bæjarráði hugnast betur sá kostur að fóðra lagnirnar og leggur til að það verði sett á fjárhagsátlun næsta árs.
Einnig er lagt til að kallað verði eftir tilboði í fóðrun lagnarinnar.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að kallað verði eftir tilboðum í malbikun götunnar. Bæjarráð leggur eindregið til að gatan verði malbikuð í ár.

Bæjarstjórn - 203. fundur - 09.03.2017

Lagðar fram nýjar kostnaðartölur í fóðringu á holræsalögnum í Sæbóli.
Heildarkostnaður við verkið samkvæmt verðtilboði er 9.655 þús. kr. fyrir utan virðisaukaskatt. Verði þessi leið valin er ráðgert að verkið taki u.þ.b. eina viku.

Til máls tóku EG, RG, ÞS, HK og JÓK.

Á grundvelli nýrra upplýsinga um verð er lagt til að gengið verði til samninga við Hreinsitækni ehf. og að ráðist verði í verkið eins fljótt og unnt er.

Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að fá verðtilboð í malbikun götunnar.

Samþykkt samhljóða.