Málsnúmer 1703017

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 204. fundur - 05.04.2017

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um rekstrarleyfi í flokki II að Hamrahlíð 9, Grundarfirði.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn bendir á vinnureglur sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn vegna rekstrarleyfisumsókna. Bæjarstjórn er ekki unnt að veita umsögn, þar sem tilskildum gögnum hefur ekki verið skilað. Bæjarráði falið að ganga frá málinu þegar gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að taka saman lista yfir fjölda gistirýma í bæjarfélaginu, annars vegar á atvinnusvæði og hins vegar í íbúabyggð.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 498. fundur - 28.04.2017

Tekin fyrir umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili að Hamrahlíð 9. Á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 5. apríl sl. var erindinu vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs, þar sem afla þurfti frekari gagna til samræmis við vinnureglur Grundarfjarðarbæjar um rekstrarleyfi.

Umbeðin gögn hafa borist, m.a. samþykki nágranna og rætt hefur verið við rekstraraðila um bílastæðamál o.fl., skv. minnisblaði.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna gerir bæjarráð ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.