204. fundur 05. apríl 2017 kl. 16:30 - 20:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi og Kristinn Kristófersson, hjá Deloitte, sátu fundinn undir lið 5.

Forseti setti fund og bar fram tillögu þess efnis að tekinn yrði inn á dagskrá fundarins með afbrigðum dagskrárliðurinn; Rekstrarleyfi, Hamrahlíð 9, sem yrði liður 11 á dagskrá. Aðrir dagskrárliðir þar á eftir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 496

Málsnúmer 1703005FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 496 Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 496 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur.
  • Bæjarráð - 496 Lögð fram tillaga um afskriftir viðskiptakrafna.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afskrift á skuld að fjárhæð 12.000 kr.
  • 1.4 1703035 Útsvarsskuldir
    Bæjarráð - 496 Lagt fram yfirlit yfir útsvarsskuldir.
  • 1.5 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 496 JÓK vék af fundi undir þessum lið.

    Lagt fram dreifibréf, sem sent hefur verið til eigenda fasteigna í dreifbýli Grundarfjarðar og spurst fyrir um áhuga þeirra á því að fá ljósleiðaratengingu. Vonast er til að sem flestir sýni átakinu áhuga.

    Gerður hefur verið samningur við fyrirtækið Rafal um fullnaðarhönnun ljósleiðarakerfisins og gerð útboðsgagna. Fyrirtækið leggur til að farið verði í verðkönnun á lagningu ljósleiðara í dreifbýlið á grundvelli tillagna frá Rafal um þá sem taldir eru henta best til verkefnisins.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að farið verði í verðkönnun á grundvelli gagna frá Rafal.

    JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • 1.6 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 496 Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem áætlaðar eru á þessu ári. Öll helstu verkefni eru í góðri vinnslu. Áætlaður er fundur í næstu viku til að yfirfara forgangsröðun á viðhaldsframkvæmdum í grunnskólanum.

    Jafnframt er sérstaklega ítrekað mikilvægi þess að unnið verði að því að ákveða endanlega hvaða trjátegundir verða notaðar í fyrsta áfanga gróðursetningar í Paimpol garði.

    Bæjarráð leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við sérfræðinga í skógrækt, vinni endanlega tillögu að plöntuvali og kanni jafnframt kostnað við verkefnið. Miðað skal við að mögulegt verði að hefja gróðursetningu í vor.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, RG, ÞS og HK.
  • 1.7 1703036 Fánasamningur 2017
    Bæjarráð - 496 Lagður fram fánasamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Skátafélagsins Örninn um flöggun á árinu 2017.

    Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða.
  • Bæjarráð - 496 Farið yfir möguleika á samningum við aðila um minnka- og refaveiðar í sveitarfélaginu. Greint frá því að ákveðnir aðilar hafa sýnt málinu áhuga. Kynnt fyrirkomulag minnka- og refaveiða í nágrannasveitarfélögunum.

    Bæjaráð telur mikilvægt að leitast sé við að halda varginum í lágmarki í sveitarfélaginu. Lagt til að bæjarstjóri kalli saman fund aðila og skoði hvort mögulegt sé að gera samninga um minnka- og refaveiðar. Vinnu þessari verði flýtt svo unnt sé að taka endanlega ákvörðun eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 496 Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða dags. 16. mars sl. þar sem tilkynnt er að veittur hafi verið 7.000 þús. kr. styrkur til áframhaldandi framkvæmda við Kirkjufellsfoss.
    Ákveðið hefur verið að boða til fundar með landeigendum, þar sem farið verður yfir sameiginlega sýn á framvindu mála áður en ráðist verður í gerð endanlegs deiliskipulags.

    Bæjarráð telur mjög mikilvægt að reynt verði að vinna að úrbótum á svæðinu. Nauðsynlegt er að samkomulag sé milli aðila um næstu skref. Jafnframt að skoðað verði hvernig bæta megi strax úr bráðasta vandanum með tilliti til umferðar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, BGE og ÞS.
  • Bæjarráð - 496 Lagt fram bréf Ísorku frá febrúar sl., varðandi uppsetningu afgreiðslustaðar raforku fyrir bíla. Fram kemur að Ísorka bjóðist til að tengja stöðina við rekstrar- og upplýsingakerfi, jafnt fyrir rafbílaeigendur og rekstraraðila viðkomandi stöðvar.

    Bæjarráð leggur til að fundinn verði endanlegur staður fyrir stöðina og rætt verði nánar við forsvarsmenn fyrirtækisins um uppsetningu á stöðinni og rekstrarkerfi eins og því er lýst. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 496 Lagt fram til kynningar bréf frá sveitarfélaginu Árborg dags. 1. mars. sl., varðandi leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
  • Bæjarráð - 496 Lagt fram upplýsingarit unnið af SSV, um þróun atvinnuleysis á Vesturlandi.
  • Bæjarráð - 496 Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 9. mars sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu á nýjum fulltrúa í Breiðafjarðarnefnd.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra val á fulltrúa í samráði við nágrannasveitarfélögin.
  • Bæjarráð - 496 Lagt fram bréf frá Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur (TGJ), varðandi skráningu á fjölda gesta á ferðamannastöðum o.fl.

2.Hafnarstjórn - 12

Málsnúmer 1703003FVakta málsnúmer

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagðar fram upplýsingar um sýninguna Icefish Exhbition 2017, sem haldin verður í Kópavogi dagana 13.-15. sept. 2017.
    Rætt um þátttöku Grundarfjarðarhafnar í sýningunni.
    Samþykkt að fela hafnarstjóra að ræða við grundfirsk sjávarútvegsfyrirtæki um sameiginlega aðkomu að sýningunni og óska eftir bás.
  • Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri gerði grein fyrir kynningarráðstefnum skemmtiferðaskipa árið 2017, sem haldnar eru og verða í Fort Lauderdale í mars, FAM ferð cruise Iceland sem verður á íslandi 3.-7. maí nk. og sýning sem haldin verður í Hamborg dagana 6.-8. september nk.
    Hafnarstjóri verður fulltrúi hafnarinnar á Seatrade Hamborg.
  • Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, fjárveitingar og stöðu mála. Skoðuð var ný hugmynd á legu á nýjum viðlegukanti. Jafnframt farið yfir helstu viðhaldsverkefni.
    Hafnarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda og láta meta nýja útfærslu.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. mars sl. þar sem greint er frá hugmyndum um að láta útbúa stutta sjónvarpsþætti um hafnir í samvinnu við Hringbraut og Athygli.
    Í erindinu er verið að kanna með áhuga aðildarhafna til þátttöku.
    Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. mars sl., þar sem verið er að kynna áhugavert námskeið sem haldið verður 4. maí nk. Námskeiðið er auglýst undir heitinu "Verum tilbúin" og fjallar um það hvernig helst skal bregðast við umfjöllun fjölmiðala og einnig hvernig bregðast skuli við áföllum með sem réttustum hætti frá upphafi.
    Hafnarstjóri mun fara á námskeiðið.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagt fram bréf Hafnasambandsins frá des. sl., þar sem fjallað er um framlög til hafnaframkvæmda á fjárlögum 2017. Í bréfinu er lýst verulegum áhyggjum á miklum niðurskurði fjárveitinga í fjárlögum 2017 miðað við gildandi samgönguáætlun.
    Jafnframt lagt fram bréf Hafnasambandsins frá janúar sl., þar sem enn er fjallað um fjárveitingar til hafna og greint frá því að nokkur hækkun hafi fengist frá upphaflegu framlagi í fjárlögum. Jafnframt lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneyti, þar sem nánar er greint frá fjárveitingum til hafnamála í fjárlögum 2017.

    Hafnarstjórn tekur heilshugar undir áhyggjur Hafnasambandsins varðandi vöntun fjárveitinga til hafnarframkvæmda í fjárlögum samanborið við samgönguáætlun.
    Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar hafnasambandsins nr. 390, 391 og 392.

3.Skólanefnd - 137

Málsnúmer 1702003FVakta málsnúmer

Til máls tóku EG, HK, RG og ÞS.
  • Skólanefnd - 137 Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Katrín Brynja Björgvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

    Lögð fram skýrsla skólastjórnenda skólans dags. í jan. 2017. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi skólans. Fjöldi nemenda er 52. Sumarleyfi skólans verður 3. júlí til 7. ágúst 2017.

    Jafnframt lagt fram yfirlit yfir þróun í starfsmannahaldi árin 2015-2017.

    Leikskólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði spurningum fundarmanna.
  • Skólanefnd - 137 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

    Lögð fram skýrsla skólastjóra um starfsemi skólans. Ennfremur lögð fram starfsáætlun grunnskólans fyrir starfsárið 2016-2017. Fjöldi nemenda skólans er 80.

    Foreldrakönnun skólapúlsinn 2017 stendur yfir. Einnig farið yfir læsi í mismunandi námsgreinum skv. PISA könnun.

    Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
  • Skólanefnd - 137 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

    Skólastjóri fór yfir málefni tónlistarskólans og starfsskýrslu. Fjöldi nemenda er 44. Auk þess eru nemendur Eldhamra í vikulegri tónlistarstund og nemendur grunnskólans í söngstund mánaðarlega.
  • Skólanefnd - 137 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

    Skólastjóri gerði grein fyrir starfsemi Eldhamra og skýrslu. Fjöldi nemenda deildarinnar er 14.
  • Skólanefnd - 137 Lagt fram til kynningar bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 7. febr. sl., varðandi innleiðingu á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla.
  • 3.6 1701036 Pisa könnunin
    Skólanefnd - 137 Lagt fram til kynningar yfirlit sem sýnir niðurstöður PISA könnunar á svæði Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, samanborið við meðaltal á Íslandi og meðaltal í OECD löndunum.
  • Skólanefnd - 137 Lagður fram til kynningar vegvísir samstarfsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskóla.

    Fulltrúar kennara og bæjaryfirvalda vinna eftir vegvísinum. Vinnu þeirri skal lokið eigi síðar en 1. júní 2017.

4.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83

Málsnúmer 1612003FVakta málsnúmer

  • 4.1 1410021 Íþróttamaður ársins
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83 Íþróttamaður ársins var heiðraður fyrsta sunnudag í aðventu. Kosið var á milli fimm tilnefndra íþróttamanna og fór það svo að knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson var kjörinn Íþróttamaður Grundarfjarðar 2016.
    Samþykkt að gera breytingu á kjörblaði fyrir íþróttamann ársins þannig að skýrara sé eftir hverju er valið. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að vinna úr hugmyndum nefndarinnar og kynna á næsta fundi hennar.
  • 4.2 1604009 Vinnuskóli og sumarnámskeið 2016
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83 Farið yfir skýrslur vinnuskóla og sumarnámskeiðs bæjarins fyrir sumarið 2016. Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, umsjónarmaður vinnuskóla og sumarnámskeiða kynnti skýrslur sínar fyrir nefndarmönnum.
  • 4.3 1612019 Félagsmiðstöðin Eden
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83 Skýrsla félagsmiðstöðvarinnar Eden lögð fram, Ragnheiður D. Benidiktsdóttir, forstöðumaður, kynnir skýrsluna fyrir nefndarmönnum. Ragnheiður verður í fæðingarorlofi fram til vors 2018 og verður leyst af á meðan.

    Nefndin lýsir ánægju sinni með flott og fjölbreytt starf félagsmiðstöðvarinnar Eden.
  • 4.4 1703027 Önnur mál
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 83 Árleg Hreyfivika UMFÍ verður haldin dagana 29. maí til 4. júní. Farið yfir dagskrá síðasta árs í Grundarfirði og uppástungur um dagskrárliði fyrir vorið.

    UMFG rætt og hugmyndum velt upp um að fá kynningu á starfi félagsins á fund íþrótta- og æskulýðsnefndar.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur áður lagt til að Þríhyrningurinn verði a.m.k. að hluta nokkurs konar hreystigarður. Nefndin ítrekar þær hugmyndir sínar og hvetur til þess að ákvarðanir verði teknar um framtíð Þríhyrningsins sem fyrst.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, BGE, HK, RG og ÞS.

    Bæjarstjórn fagnar frumkvæði nefndarinnar varðandi Þríhyrning og felur bæjarstjóra að láta vinna hugmyndir að hönnun garðsins.

    Samþykkt samhljóða.

5.Ársreikningur 2016

Málsnúmer 1703044Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi og Kristinn Kristófersson fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2016 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 965,0 millj. kr., þar af voru 828,6 millj. kr. vegna A-hluta.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð upp á 36,8 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 20,6 millj. kr. Rekstrarniðurstaða er talsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir.

Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 14,80% en 11,78% af A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.399,7 millj. kr. og skuldaviðmið 140,47% en var 149,11% árið áður.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi er 596,5 millj. kr. í árslok 2016 og eiginfjárhlutfall er 31,3% en var 30,46% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 114,6 millj. kr. og handbært fé í árslok 94,4 millj. kr. en var 111,4 millj. kr. árið áður.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Grundarfjarðarbæjar árið 2016 til síðari umræðu.

6.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna könnunnar á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Jafnframt lagt fram svarbréf Jöfnunarsjóðsins þar sem tilkynnt er að fengist hafi styrkur til verksins að fjárhæð 11.880 þús kr.

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn leggur til að gengið verði til samninga við fagaðila um að vinna sviðsmyndir af áhrifum hugsanlegrar sameiningar á viðkomandi sveitarfélög.

Samþykkt samhljóða.

7.Úrsögn úr nefndarsetu

Málsnúmer 1704005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Elsu B. Björnsdóttur, dags. 23. mars sl., þar sem hún óskar lausnar frá nefndarsetum.

Skipun fulltrúa í menningarnefnd er frestað að sinni.

Samþykkt samhljóða.

8.Jöfnunarsjóður, tekjuauki

Málsnúmer 1702007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar frá 10. feb. sl., þar sem lögð er áhersla á að tekjuauki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem rekja má til áhrifa laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, verði greiddur til sveitarfélaga landsins samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglum sjóðsins þar um. Sérstaklega er vísað til álagningar sérstaks bankaskatts, sbr. lög nr. 155/2010, en 2,12% hans áttu að renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Jafnframt lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins um málefnið frá 30. mars sl., þar sem greint er frá frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi. Skv. frumvarpinu er gert ráð fyrir að komið verði til móts við tekjumissi sveitarfélaganna með úthlutun sérstaks framlags úr Jöfnunarsjóði. Framlagið svari þeim auknu tekjum sem fallið hafa til sjóðsins frá miðju ári 2014 og út árið 2016, vegna álagningar sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki, skv. lögum nr. 155/2010.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn ítrekar sjónarmið sín sem fram koma í bréfi bæjarins frá 10. febrúar sl. og krefst þess að umræddur tekjuauki verði greiddur til sveitarfélaganna eins og átti að gera.

Samþykkt samhljóða.

9.Lánasjóður sveitarfélaga, umsókn 2017

Málsnúmer 1704001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Grundarfjarðarbæjar um 60 m.kr. lán frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 30. mars. sl.

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

"Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr. til allt að 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármögnunar hluta afborgana sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þorsteini Steinssyni, kt. 110254-4239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

Samþykkt samhljóða.

10.Jeratún ehf. Beiðni um hlutafjáraukningu 2017

Málsnúmer 1703041Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 28. mars sl. frá Jeratúni ehf. varðandi hlutafjáraukningu 2017. Vegna greiðslna á afborgunum lána í apríl 2017 er nauðsynlegt að kalla eftir því að sveitarfélögin sem standa að Jeratúni ehf. leggi til 10 m.kr. Hlutur Grundarfjarðarbæjar er 28% eða 2,8 m.kr.

Til máls tóku EG, HK, SRS, ÞS og RG.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn leggur til við stjórn Jeratúns ehf. að kallað verði eftir aðkomu ríkisins að eignarhaldi húsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga, með það að markmiði að jafna stöðu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi til jafns við önnur sveitarfélög á landinu.

Samþykkt samhljóða.

11.Rekstrarleyfi, Hamrahlíð 9

Málsnúmer 1703017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um rekstrarleyfi í flokki II að Hamrahlíð 9, Grundarfirði.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn bendir á vinnureglur sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn vegna rekstrarleyfisumsókna. Bæjarstjórn er ekki unnt að veita umsögn, þar sem tilskildum gögnum hefur ekki verið skilað. Bæjarráði falið að ganga frá málinu þegar gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að taka saman lista yfir fjölda gistirýma í bæjarfélaginu, annars vegar á atvinnusvæði og hins vegar í íbúabyggð.

Samþykkt samhljóða.

12.Jeratún ehf. Fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur 2016

Málsnúmer 1703040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 52. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 28. mars sl., ásamt ársreikningi 2016.

13.Lóðir og lóðaumsóknir

Málsnúmer 1704002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar umsóknir um íbúðarhúsalóðir að Ölkelduvegi 17 og 19 og Fellabrekku 7-9.

Til máls tóku EG, RG og ÞS.

Bæjarstjórn fagnar framkomnum umsóknum. Þær verða til umfjöllunar á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.

14.Sendiherra Frakklands. Bréf vegna heimsóknar til Grundarfjarðar

Málsnúmer 1703042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf sendiherra Frakklands frá 14. mars sl., þar sem hann þakkar góðar móttökur Grundfirðinga í heimsókn hans til bæjarins.

15.Framkvæmdaráð, fundargerð 10. mars sl., o.fl

Málsnúmer 1703045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Framkvæmdaráðs Snæfellsness frá 10. mars sl., ásamt fleiri gögnum.

Til máls tóku EG, HK, JÓK og ÞS.

16.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, stjórnarfundur nr. 89

Málsnúmer 1703029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 89. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 14. mars sl.

Til máls tóku EG, ÞS, RG og BP.

17.Samb. Ísl. sveitarfélaga, stjórnarfundur nr. 848

Málsnúmer 1704003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. mars sl.

18.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, stjórnarfundur nr. 32

Málsnúmer 1704004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. mars sl.

19.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:25.