Málsnúmer 1703037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 496. fundur - 23.03.2017

Farið yfir möguleika á samningum við aðila um minnka- og refaveiðar í sveitarfélaginu. Greint frá því að ákveðnir aðilar hafa sýnt málinu áhuga. Kynnt fyrirkomulag minnka- og refaveiða í nágrannasveitarfélögunum.

Bæjaráð telur mikilvægt að leitast sé við að halda varginum í lágmarki í sveitarfélaginu. Lagt til að bæjarstjóri kalli saman fund aðila og skoði hvort mögulegt sé að gera samninga um minnka- og refaveiðar. Vinnu þessari verði flýtt svo unnt sé að taka endanlega ákvörðun eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 498. fundur - 28.04.2017

Á fundi bæjarráðs þann 23. mars sl., var fjallað um refa- og minkaveiðar. Bæjaráð taldi mikilvægt að leitast yrði við að halda varginum í lágmarki í sveitarfélaginu. Lagt var til að bæjarstjóri kallaði saman fund aðila og skoði hvort mögulegt sé að gera samninga um minnka- og refaveiðar. Vinnu þessari verði flýtt svo unnt sé að taka endanlega ákvörðun eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs.
Rætt hefur verið við aðila, sem áhuga hafa á refaveiðum í sveitarfélaginu og skiptingu svæða, sbr. fyrirliggjandi gögn. Samkvæmt því er svæðinu skipt í tvennt, annars vegar útsveit og hinsvegar framsveit.

Lagt til að gengið verði til samninga við Heimi Jónsson og Unnstein Guðmundsson um refaveiðar í útsveitinni, sem nær frá Búlandshöfða að Grund. Jafnframt að samið verði við Eymar Eyjólfsson og Þorkel Gunnar Þorkelsson um refaveiðar í framsveitinni, sem nær yfir að Hraunsfirði. Samningstímabilið er frá 1. maí - 31. júlí ár hvert. Samningar skulu vera til eins árs í senn.

Veiðigjald fyrir fullorðið dýr skal vera 8.000 kr. og fyrir yrðling 6.000. Þak á heildarverðlaun fyrir veidd dýr er að hámarki kr. 700.000 til þeirra aðila sem samið er við. Aðrir fá ekki greitt fyrir veiði á ref. Samningsaðilar skulu skila hnitsettum upplýsingum um greni og annað sem krafist er og færa sönnur á fjölda veiddra dýra.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 512. fundur - 25.04.2018

Farið yfir stöðu refa- og minkaveiða.

Bæjarstjóra falið að gera samninga á sambærilegum nótum og á síðasta ári.

Samþykkt samhljóða.