Málsnúmer 1704003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 205. fundur - 04.05.2017

  • .1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 498 Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 498 Lögð fram drög að samningi milli Grundarfjarðarbæjar og Framkvæmdasjóðs ferðamálastaða um styrk til framkvæmda við Kirkjufellsfoss á árinu 2017. Styrkurinn er veittur til hönnunar bílastæðis og lagfæringa á núverandi göngustígum við fossinn.

    Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 498 Lagt fram minnisblað vegna fundar samstarfsnefndar um sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar með fulltrúum ráðagjafarsviðs KPMG. Fundurinn var haldinn 19. apríl sl.

    Fulltrúar KPMG fóru þar yfir tillögu að verklagi um sameiningu umræddra sveitarfélaga á Snæfellsnesi út frá hugmyndafræði sviðsmyndagreininga þar sem hugsað er til framtíðar. Fram kom í máli þeirra að samtal við hagsmunaaðila væri lykilatriði í sviðmyndagreiningu og því leggja þeir ríka áherslu á virkt samtal við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og kjörinna fulltrúa um ólíkar sviðsmyndir og þróun þeirra.

    Nefndarmenn voru sammála um að næstu skref séu þau að KPMG sendi nefndarmönnum samningsdrög ásamt nákvæmri tímaáætlun verkþátta. Mikil áhersla var lögð á að niðurstöður greiningarvinnu KPMG liggi sem fyrst fyrir og að miðað verði við að íbúakosningar verði eigi síðar en í lok nóvember 2017.

    Fyrirvarinn á íbúakosningu er sá að niðurstöður greiningarvinnu KPMG sýni fram á hagsbætur af sameiningunni og að sveitarstjórnirnar séu sammála um að efnt verði til íbúakosninga.

    Ennfremur lögð fram tillaga KPMG um verklag við sameiningarvinnuna ásamt tíma- og kostaðaráætlun.

    Kynnt fyrirspurn frá áhugafólki í Eyja- og Miklaholtshreppi um möguleika þeirra til að vera þátttakendur í þeirri vinnu sem hafin er við greiningu á möguleikum til sameiningar sveitarfélaganna þriggja eins og greint hefur verið frá hér að ofan.

    Bæjarráð felur fulltrúum sínum í sameiningarnefndinni að vinna áfram að málum til samræmis við þær tillögur sem kynntar eru í samantekt KPMG og til samræmis við styrk sem fengist hefur til verksins frá Jöfnunarsjóði.

    Eyja- og Miklaholtshreppi hefur frá upphafi staðið til boða að vera með í þessari vinnu. Sú afstaða hefur ekkert breyst, komi fram ósk um slíkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 498 Tekin fyrir umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili að Hamrahlíð 9. Á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 5. apríl sl. var erindinu vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs, þar sem afla þurfti frekari gagna til samræmis við vinnureglur Grundarfjarðarbæjar um rekstrarleyfi.

    Umbeðin gögn hafa borist, m.a. samþykki nágranna og rætt hefur verið við rekstraraðila um bílastæðamál o.fl., skv. minnisblaði.

    Á grundvelli fyrirliggjandi gagna gerir bæjarráð ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

  • .5 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 498 JÓK vék af fundi undir þessum lið.

    Gerð grein fyrir verðkönnun á lagningu ljósleiðara í Grundarfirði.

    Á grundvelli útboðsgagna í lagningu ljósleiðara var gerð verðkönnun hjá tilteknum verktökum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar, en alls fengu 11 aðilar send gögn.

    Fimm aðilar skiluðu inn tilboðum og eru þau sem hér segir:

    1) Stafnafell ehf....................39.729.859 kr.
    2) Þjótandi ehf......................48.004.400 kr.
    3) Ingileifur Jónsson ehf............31.209.000 kr.
    4) JK & Co...........................28.527.250 kr.
    5) BB og synir.......................28.765.475 kr.

    Öll tilboðin eru með virðisaukaskatti.

    Tilboðin hafa verið yfirfarin af ráðgjafa bæjarins, Rafal ehf., sbr. minnisblaði fyrirtækisins, sem lagt er fram. Í minnisblaðinu er lagt til að gengið sé til samninga við lægstbjóðanda.

    Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt er ráðgjafa bæjarins ásamt skipulags- og byggingafullrúa falið að fara yfir endanlega lagnaleið með samningsaðila.

    Samþykkt samhljóða.

    JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Bæjarráð - 498 Bæjarráð bendir Vegagerðinni á mikilvægi þess að malarvegum í sveitarfélaginu sé vel við haldið. Nauðsynlegt er að bera ofan í þá reglulega og hefla. Vöntun á góðum ofaníburði og aðgerðir þar sem skafið er upp úr köntum mismunandi gott efni getur valdið því að vegirnir verði eitt drullusvað í bleytutíð.

    Hér er sérstaklega tiltekinn vegurinn um framsveitina, sem meðhöndlaður var með slíkum hætti fyrir stuttu. Hann er algert drullusvað og illfær, þar sem efnið sem í hann hefur verið skafið úr köntum, er ótækt.

    Bæjarráð mótmælir slíkum aðferðum og krefst þess að nothæft efni sé notað í vegina svo þeir vaðist ekki upp við minnstu bleytu. Óskað er aðgerða hið snarasta í þessum efnum af hendi Vegagerðarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 498 Á fundi bæjarráðs þann 23. mars sl., var fjallað um refa- og minkaveiðar. Bæjaráð taldi mikilvægt að leitast yrði við að halda varginum í lágmarki í sveitarfélaginu. Lagt var til að bæjarstjóri kallaði saman fund aðila og skoði hvort mögulegt sé að gera samninga um minnka- og refaveiðar. Vinnu þessari verði flýtt svo unnt sé að taka endanlega ákvörðun eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs.
    Rætt hefur verið við aðila, sem áhuga hafa á refaveiðum í sveitarfélaginu og skiptingu svæða, sbr. fyrirliggjandi gögn. Samkvæmt því er svæðinu skipt í tvennt, annars vegar útsveit og hinsvegar framsveit.

    Lagt til að gengið verði til samninga við Heimi Jónsson og Unnstein Guðmundsson um refaveiðar í útsveitinni, sem nær frá Búlandshöfða að Grund. Jafnframt að samið verði við Eymar Eyjólfsson og Þorkel Gunnar Þorkelsson um refaveiðar í framsveitinni, sem nær yfir að Hraunsfirði. Samningstímabilið er frá 1. maí - 31. júlí ár hvert. Samningar skulu vera til eins árs í senn.

    Veiðigjald fyrir fullorðið dýr skal vera 8.000 kr. og fyrir yrðling 6.000. Þak á heildarverðlaun fyrir veidd dýr er að hámarki kr. 700.000 til þeirra aðila sem samið er við. Aðrir fá ekki greitt fyrir veiði á ref. Samningsaðilar skulu skila hnitsettum upplýsingum um greni og annað sem krafist er og færa sönnur á fjölda veiddra dýra.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 498 Lögð fram fundargerð bygginganefndar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 26. apríl sl. Þar kemur fram að áætlað er að hefjast handa við viðbyggingu við dvalarheimilið í sumar. Ákveðið er að klára grunn hússins í sumar, þ.e. að grafa fyrir og steypa sökkla, leggja allar lagnir og keyra í grunninn, sem mun standa þannig í vetur og síðan verður leitað tilboða í forsteyptar einingar með plötu, ásamt veggjum og þakvirki sem mun koma næsta vor.

    Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir við Fellaskjól séu í augsýn. Jafnframt er hvatt til þess að allra leiða verði leitað til þess að tryggja sem hagkvæmasta fjármögnun verksins.

    Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt verkstjóra áhaldahúss falið að finna stað fyrir efnislosun.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 498 Lagt fram bréf frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar í Frakklandi, þar sem spurst er fyrir um það hvort fulltrúar Grundarfjarðarbæjar muni sækja Paimpol heim í sumar dagana 13.-16. júlí nk.

    Bæjarráð leggur til að fimm fulltrúar á vegum bæjarins og Grundapol fari í heimsókn til Paimpol. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að undirbúa ferðina í samráði við fulltrúa Grundapol.
  • .10 1704027 Malbik 2017
    Bæjarráð - 498 Gerð grein fyrir verðkönnun í malbikun í Grundarfirði sumarið 2017.
    Alls er óskað eftir tilboðum í 6.000 fermetra af yfirlögn og 1.800 fermetra af nýlögn.

    Tveir aðilar skiluðu inn verðtilboðum, annars vegar Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. og hins vegar Kraftfag.

    Tilboðin verða tekin til yfirreiknings og skoðunar.
  • Bæjarráð - 498 Unnið hefur verið að því að lagfæra sundlaug og sundlaugarsvæði. Settir hafa verið nýjir pottar og aðgengi bætt og ýmislegt fleira.
    Opna átti laugina í þessari viku en því hefur verið frestað fram á þriðjudaginn 2. maí. Þá hefst sundkennsla og einnig verður opið í upphafi dags fyrir almenning og jafnframt verður komið á seinniparts opnun fyrir almenning fram að almennri sumaropnun þann 19. maí. Nákvæm tímatafla verður auglýst á heimasíðu bæjarins.

    Bæjarráð fagnar því að unnt sé að opna sundlaugina þetta tímanlega og samþykkir að opnun fyrir almenning verði með þeim hætti sem rætt hefur verið um.

    Samþykkt samhljóða.
  • .12 1701020 Íbúðamál
    Bæjarráð - 498 Rætt um hörgul á íbúðahúsnæði í bænum og hvernig helst verður staðið að úrlausnum í þeim efnum.

    Bæjarstjóra falið að vinna að málum í samræmi við umræður á fundinum.
  • Bæjarráð - 498 Lögð fram ályktun Ferðamálasamtaka Snæfellsness frá 5. apríl sl., þar sem lýst er yfir áhyggjum af takmarkaðri vetrarþjónustu vegagerðarinnar á Snæfellsnesi.

    Bæjarráð tekur undir ályktun samtakanna.

    Samþykkt samhljóða.
  • .14 1704029 Starfsmannamál
    Bæjarráð - 498 Gerð grein fyrir starfsmannamálum og störfum sem nauðsynlegt er að auglýsa.
  • Bæjarráð - 498 Lögð fram til kynningar staðfesting á bótaskyldu VÍS vegna vatnstjóns að Hrannarstíg 18.
  • Bæjarráð - 498 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um málþing vegna innleiðingar sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málþingið verður haldið 16. maí nk.
  • Bæjarráð - 498 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 498 Lagt fram til kynningar.