Málsnúmer 1704017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 177. fundur - 06.04.2017

Afltak sækir um lóð að Ölkeduvegi 17
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Afltak lóðina Ölkelduveg 17

Skipulags- og umhverfisnefnd - 191. fundur - 05.06.2018

Afltak ehf. leggur fram fyrirspurn og tillögu varðandi byggingu á lóðinni Ölkelduveg 17 og skil á lóðinni Ölkelduveg 19.
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar bókun sína um tímamörk á úthlutun lóða frá fundi nr.190 22.5.2018 þar sem nefndin fól Skipulags- og byggingarfulltrúa að fella úr gildi þær lóðaúthlutanir sem fallnar voru á tíma.

Samkvæmt fyrri bókunum nefnda er úthlutun lóðarinna fallin úr gildi og því ekki hægt að afgreiða þessa fyrirspurn.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að endurauglýsa þessar lóðir, ásamt öðrum lausum lóðum.

Nefndinni lýst vel á að parhús verði byggt á lóðinni Ölkelduveg 17 eða jafnvel að lóðirnar að Ölkelduvegi nr. 17 og 19 verði sameinaðar undir raðhús/parhús.

Samþykkt samhljóða.