191. fundur 05. júní 2018 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) varamaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Hrund Pálína Hjartardóttir (HPH)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Berserkseyri, lýsing á aðalskipulagi/deiliskipulagi

Málsnúmer 1704007Vakta málsnúmer

Breyting á aðalskipulagi/deiliskipulagi fyrir Berserkseyri
Skipulags - og umhverfisnefnd hefur fjallað um minnisblaðið um úrvinnslu athugasemda vegna kynningar á vinnslustigi.

Skipulags - og umhverfisnefnd
samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar

Skipulags - og umhverfisnefnd
samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög

2.Umsókn um lóð

Málsnúmer 1704017Vakta málsnúmer

Afltak ehf. leggur fram fyrirspurn og tillögu varðandi byggingu á lóðinni Ölkelduveg 17 og skil á lóðinni Ölkelduveg 19.
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar bókun sína um tímamörk á úthlutun lóða frá fundi nr.190 22.5.2018 þar sem nefndin fól Skipulags- og byggingarfulltrúa að fella úr gildi þær lóðaúthlutanir sem fallnar voru á tíma.

Samkvæmt fyrri bókunum nefnda er úthlutun lóðarinna fallin úr gildi og því ekki hægt að afgreiða þessa fyrirspurn.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að endurauglýsa þessar lóðir, ásamt öðrum lausum lóðum.

Nefndinni lýst vel á að parhús verði byggt á lóðinni Ölkelduveg 17 eða jafnvel að lóðirnar að Ölkelduvegi nr. 17 og 19 verði sameinaðar undir raðhús/parhús.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 13:30.