Málsnúmer 1704023

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 205. fundur - 04.05.2017

Lagt fram erindi frá Vodafone, dags. 5. apríl sl., þar sem fyrirtækið lýsir yfir áhuga á því að taka þátt í uppbyggingu fjarskiptainnviða og samstarfi við Grundarfjarðarbæ um uppbyggingu ljósleiðara og annarra fjarskiptainnviða til þess að geta veitt íbúum sveitarfélagsins framúrskarandi fjarskiptaþjónustu.

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um hugsanlega samvinnu.