Málsnúmer 1704027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 498. fundur - 28.04.2017

Gerð grein fyrir verðkönnun í malbikun í Grundarfirði sumarið 2017.
Alls er óskað eftir tilboðum í 6.000 fermetra af yfirlögn og 1.800 fermetra af nýlögn.

Tveir aðilar skiluðu inn verðtilboðum, annars vegar Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. og hins vegar Kraftfag.

Tilboðin verða tekin til yfirreiknings og skoðunar.

Bæjarstjórn - 205. fundur - 04.05.2017

Lögð fram verðtilboð í malbikun hjá Grundarfjarðarbæ sumarið 2017.

Tvö tilboð bárust og voru þau frá eftirtöldum:
1) Kraftfag, heildarverð 28.950 þús. kr.
2) Hlaðbær Colas, heildarverð 31.950 þús. kr.

Tilboðin miðast við að alls verði malbikaðir 6.000 fermetrar í yfirlögn og 1.800 fermetrar í nýlögn. Gerð grein fyrir fyrirliggjandi tilboðum.

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Kraftfag.

Samþykkt samhljóða.