Málsnúmer 1706003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 179. fundur - 06.06.2017

Lóðaumsókn : Guðbjartur Brynjar Friðriksson sækir um lóðina Fellabrekka 5
Lóðaumsókn :Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Guðbjarti Brynjari Friðrikssyni lóðina að Fellabrekku 5

Skipulags- og umhverfisnefnd - 195. fundur - 15.08.2018

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 179 þann 6. júní 2017 var samþykkt lóðaúthlutun á Fellabrekku 5. Umsækjandi var Guðbjartur Brynjar Friðriksson.

Afgreiðslan var svo endanlega staðfest á fundi bæjarstjórnar nr. 206 þann 8. júní 2017. Þann 15. júní 2017 var svo lóðarhafa tilkynnt um lóðarúthlutunina.
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar enn samþykkt um úthlutun lóða og tímamörk þeirra og vísar í samþykkt sína á 190. fundi þann 22. maí sl., um að skipulags- og byggingafulltrúi fylgi eftir reglum um lóðaúthlutun.

Þar sem ekki var sótt um leyfi fyrir framkvæmdum innan 12 mánaða frá úthlutun lóðarinnar er úthlutunin fallin úr gildi. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að tilkynna lóðarhafa um afturköllun lóðar.