195. fundur 15. ágúst 2018 kl. 17:00 - 21:40 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Grenndarkynning - Grundargata 82 og 90

Málsnúmer 1805031Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 190 þann 22. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 82 og 90, þar sem lóðarhafi hyggst byggja fjórbýli.

Á kynningartíma bárust 3 athugasemdir.
Nefndin yfirfór athugasemdir m.t.t. kynningargagna og framkvæmdar á grenndarkynningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að grenndarkynningunni hafi verið ábótavant og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum.

2.Fellasneið 4 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1808023Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi vegna stækkun/breytinga á gluggum að norðanverðu
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Grundargata 82 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1808021Vakta málsnúmer

Páll Mar Magnússon og Örn Beck Eiríksson sækja um lóðina á Grundargötu 82.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn um lóð þar sem lóðinni hefur nú þegar verið úthlutað.

4.Hlíðarvegur 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Kristín Soffaníasdóttir sækir um lóðina að Hlíðarvegi 7.
Lóðin er skipulögð sem íbúðarlóð. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu umsóknar og óskar eftir frekari upplýsingum um byggingaráform.

5.Grundarfjarðarflugvöllur-deiliskipulag

Málsnúmer 1802038Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf til Skipulagsstofnunar við athugasemdum sem bárust vegna deiliskipulags við flugvöll í Naustál.
Skipulags- og umhverfisnefnd m.t.t. umræðna á fundinum frestar afgreiðslu.

Nefndin vill bíða svars Skipulagsstofnunar og vinna að svari til landeiganda.

RK - Tók ekki afstöðu til afgreiðslu málsins.
UÞS - Hefur endurskoðað fyrri afstöðu sína til vanhæfis og vék ekki af fundi undir þessum lið.

6.Fellabrekka 5 - Lóðaúthlutun

Málsnúmer 1706003Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 179 þann 6. júní 2017 var samþykkt lóðaúthlutun á Fellabrekku 5. Umsækjandi var Guðbjartur Brynjar Friðriksson.

Afgreiðslan var svo endanlega staðfest á fundi bæjarstjórnar nr. 206 þann 8. júní 2017. Þann 15. júní 2017 var svo lóðarhafa tilkynnt um lóðarúthlutunina.
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar enn samþykkt um úthlutun lóða og tímamörk þeirra og vísar í samþykkt sína á 190. fundi þann 22. maí sl., um að skipulags- og byggingafulltrúi fylgi eftir reglum um lóðaúthlutun.

Þar sem ekki var sótt um leyfi fyrir framkvæmdum innan 12 mánaða frá úthlutun lóðarinnar er úthlutunin fallin úr gildi. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að tilkynna lóðarhafa um afturköllun lóðar.

7.Sorphirðudagatal 2019

Málsnúmer 1808024Vakta málsnúmer

Bent hefur verið á að í kringum jól, páska og góða stund sé ekki nóg að losa gráu tunnurnar á fjögurra vikna fresti - þær eigi það til að yfir fyllast.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auka losun á gráu tunnunum á þessum álagstímum.
Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 21:40.