Málsnúmer 1706005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 179. fundur - 06.06.2017

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að senda erindi til umráðamanna efnistökusvæða í Grundarfjarðarbæ og óskar eftir fyrirætlun um notkun námanna.


Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hönnugil verði nýtt sem jarðvegslosunarstaður og að unnið verði eftir tillögum Inga Hans Jónssonar.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Með: ÓT, SÞ, VSM. Á móti: UÞS, JÓK

Bæjarráð - 500. fundur - 26.06.2017

Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa um hugsanlega efnislosunarstaði í sveitarfélaginu.

Bæjarráð telur mikilvægt að endanleg ákvörðun um efnislosunarstaði verði tekin og reglur mótaðar í þeim efnum. Sérstaklega verði skoðaðir möguleikar í Ártúni og Hrafnkelsstaðarbotni. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 180. fundur - 05.07.2017

Losunarstaðir - Tippur til efnislosunar.
1. Hrafnkelsstaðabotn ? Kolgrafafjörður
- Virkur losunarstaður.

2. Hönnugil
- Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við hönnun að útivistarsvæði við Hönnugil. Nefndin leggur einnig til að bæjarstjórn heimili losun (Sjá fylgiskjal) sem allra fyrst svo að ekki glatist efni sem gæti nýst vel til uppbyggingar. Losun færi fram í samráði við byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss þannig að þeir hefðu yfirumsjón með hvernig verði losað og að gengið verði vel frá eftir hvert verk.
Fylgiskjal sýnir tillögu að losunarstað í hönnugili. (Hönnugil-losa)

3. Ártún Tippur-grjótnáma
- Nefndin hafnar alfarið losun á öðru en burðarhæfu efni í námuna við Ártún vegna þess að um er að ræða væntanlegar byggingarlóðir.

4. Hesthúshverfi
- Nefndin er sammála þessum losunarstað.
- Losa má burðarhæft efni og blandað jarðefni.

5. Soffagata að Gilós ( fjaran )
- Nefndin er sammála þessum losunarstað.
- Losa má grjót.

6. Mön við íþróttavöll
- Nefndin tekur vel í lengingu manar.
- Losa má blandað jarðefni.

7. Mön neðan við grjótnámu
- Nefndin leggur til að mönin verði lengd til vesturs.
- Losa má blandað jarðefni.