Málsnúmer 1708002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 207. fundur - 13.09.2017

  • .1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 502 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 502 Gerð grein fyrir bréfi Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl. ásamt yfirliti sem tilgreinir matsvirði eigna sem Íbúðalánasjóður er skráður fyrir í Grundarfirði og eru til sölu. Í bréfinu er spurst fyrir um áhuga bæjarins á kaupum viðkomandi eigna.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita tilboða í tilteknar eignir. Jafnframt verði skoðað með sölu á núverandi eignum.

    Samþykkt samhljóða.
  • .3 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 502 Farið yfir stöðu á helstu framkvæmdum sem unnið er að, s.s. malbiksframkvæmdir, viðgerð á grunnskóla, gróðursetningu í Paimpol garði, framkvæmdir í sundlaug o.fl.
  • .4 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 502 Lagt fram yfirlit yfir aðila sem óskað hafa eftir ljósleiðaratengingu í dreifbýli Grundarfjarðar og gerð grein fyrir samningum sem unnið er að við landeigendur. Fyrir fundinum lágu jafnframt teikningar af lagnaleiðum. Verktaki sem samið var við um lagninguna hefur hafið verkið.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara nákvæmlega yfir áætlaðan kostnað verksins og kanna hvort fleiri aðilar vilji fá tengingu. Á grundvelli þeirra upplýsinga verði stofngjöld ákveðin á næsta fundi bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram gögn með tillögum að úrlausnum vegna afleysingar í fyrirhuguðu veikindaleyfi skipulags- og byggingafulltrúa.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að úrlausn mála vegna afleysingarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 502 Lagt fram erindi Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) frá 15. ágúst sl. þar sem farið er yfir nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að inna af hendi við frjálsíþróttaaðstöðu á íþróttavelli bæjarins. Í erindinu er gerð tillaga um mögulega áfangaskiptingu framkvæmdanna.

    Megin áhersla er lögð á malbikun atrennu- og hlaupabrautar milli langstökksgryfja á íþróttavellinum. Fram kemur að rætt hefur verið við verktaka um jöfnun undirlags og malbikun brautanna. Hagkvæmt tilboð hefur borist í verkið. Skv. því er áætlað að heildarkostnaður við A-lið framkvæmdarinnar sé á bilinu 800-1.000 þús. kr.

    Bæjarráð fagnar erindinu og leggur til að gengið verði til samninga við verktaka um lagningu atrennu- og hlaupabrautar skv. verklið A. Miðað yrði við að kostnaður verksins skiptist jafnt milli bæjarins og UMFG.

    Bæjarastjóra er falið í samráði við UMFG að kanna kostnað við frekari framkvæmdir.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og hvetur fólk til dáða í áframhaldandi vinnu.
  • Bæjarráð - 502 Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, íbúð 101, var auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn barst um íbúðina, frá Huldu Valdimarsdóttur.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Huldu.
  • Bæjarráð - 502 Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, íbúð 107, var auglýst laus til umsóknar, en engin umsókn barst.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að íbúðin verði auglýst að nýju laus til umsóknar.
  • Bæjarráð - 502 Ræddar hugmyndir um aukinn opnunartíma sundlaugar, sem yrði með þeim hætti að einungis pottar og vaðlaug yrðu opin yfir vetrartímann. Miðað yrði við opnun í 4 klst. á dag, kl. 17-21 á virkum dögum og kl. 13-17 á laugardögum, en lokað yrði á sunnudögum.

    Lagt fram yfirlit yfir aukinn kostnað vegna aukins opnunartíma sundlaugar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að tilraun verði gerð með slíka opnun.
  • Bæjarráð - 502 Farið yfir gögn vegna útboðs á snjómokstri í Grundarfirði.

    Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt verkstjóra áhaldahúss falið að yfirfara gögnin og bjóða verkið út.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 502 Lagt fram til kynningar bréf Tómasar Loga Hallgrímssonar frá 4. ágúst sl. varðandi lóð og umhverfi leikskólans.

    Bæjarráð þakkar góðar ábendingar og kemur þeim áleiðis til umsjónarmanns fasteigna og leikskólastjóra.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram fundargerð frá fundi sem haldinn var 31. júlí sl. með landeigendum Kirkjufells og fulltrúum bæjarins.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar Öldungaráðs sem haldinn var 14. ágúst sl.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2017, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica 5.-6. október nk.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar dagskrá sveitarstjórnarráðstefnu LEX sem haldin verður á Hótel Selfossi þann 22. ágúst nk.
  • Bæjarráð - 502 Gerð grein fyrir fundum sem haldnir verða dagana 21.-22. ágúst í Stykkishólmi um sameiningarmál.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 1. ágúst sl.
  • .18 1708022 Stjórn RARIK
    Bæjarráð - 502 Lagt fram til kynningar fundarboð Rarik um hádegisfund á Hrauni veitingahúsi þann 24. ágúst nk.