207. fundur 13. september 2017 kl. 16:30 - 19:49 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingum.
Drengur fæddur 12. júlí 2017. Foreldrar hans eru Elzbieta Debiec og Dariusz Wojciechowski.
Stúlka fædd 28. ágúst 2017. Foreldrar hennar eru Kristín Alma Sigmarsdóttir og Jón Pétur Pétursson.
Drengur fæddur 12. september 2017. Foreldrar hans eru Nadia di Stefano og Agatino Farinato.

Fundarmenn fögnuðu með lófataki.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.
Hörður Pálsson, fæddur 4. nóvember 1928, dáinn 1. júlí 2017.

Fundarmenn risu úr sætum.

Gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 500

Málsnúmer 1706004FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 500 Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram og kynnt fjárhagsyfirlit Grundarfjarðarbæjar fyrir árin 2007 til 2016.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram bréf Brúar lífeyrissjóðs, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997. Í bréfinu eru raktar helstu breytingar sem þessi lagabreyting hefur á iðgjöld og lífeyrisskuldbindingar.

    Ennfremur kemur fram að hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjöri við launagreiðendur um lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð, en uppgjörið mun taka mið af stöðu sjóðsins þann 31. maí 2017. Uppgjörið verður í þrennu lagi þ.e.: 1) Uppgjör á halla áfallinna lífeyrisskuldbindinga 31. maí 2017. 2) Uppgjör á reiknuðum framtíðarskuldbindingum frá 31. maí 2017 og 3) Uppgjör á varúðarsjóði.

    Jafnframt kynnt afrit af bréfi Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. maí sl. til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi tillögur að reglugerðarbreytingum vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þessar breytingar taka mið að því að lágmarka þau áhrif sem skuldbindingar vegna umgetinna lagabreytinga á lögum, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, geti haft á fjármálareglur sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl., ásamt yfirliti yfir þær íbúðir sem sjóðurinn á í Grundarfirði og eru ýmist til sölu eða í leigu. Í bréfinu býður Íbúðalánasjóður sveitarfélaginu til viðræðna um kaup á viðkomandi eignum.

    Bæjarstjóra falið að kanna möguleika á hugsanlegum kaupum.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.5 1701020 Íbúðamál
    Bæjarráð - 500 Farið yfir stöðu íbúðamála og hvað gert hefur verið til þess að greiða úr málum vegna skorts á íbúðum. Áfram verður unnið að úrlausn mála.

    Bæjarstjóra falið að fara yfir húsnæðismál bæjarins.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar á umsókn TSC ehf til að reka gististað í flokki II að Grundargötu 50.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 500 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar á umsókn Óla Smiðs ehf. til að reka gististað í flokki II að Grundargötu 43.

    Afgreiðslu málsins frestað, þar til nauðsynleg gögn hafa borist.
  • Bæjarráð - 500 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar á umsókn Ólafs Jónssonar til að reka gististað í flokki II á Grásteini, að Mýrum.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.9 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 500 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

    Fjallað um viðhald á Grunnskóla Grundarfjarðar til samræmis við úttekt Eflu, sem unnin var fyrir Grundarfjarðarbæ. Í úttektinni eru lagðar til þrjár mismunadi leiðir. Búið er að fara nánar yfir málin og er hér lagt til að farin verði leið 1 og að gengið verði til samninga við Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf.

    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að ganga frá samningum.
  • Bæjarráð - 500 Lagður fram samningur um snjómokstur hjá Grundarfjarðarbæ, sem rann út 15. júní sl.

    Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafullrúa að bjóða út snjómokstur hjá Grundarfjarðarbæ í samráði við verkstjóra áhaldahúss.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa um hugsanlega efnislosunarstaði í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð telur mikilvægt að endanleg ákvörðun um efnislosunarstaði verði tekin og reglur mótaðar í þeim efnum. Sérstaklega verði skoðaðir möguleikar í Ártúni og Hrafnkelsstaðarbotni. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 500 Lögð fram drög að nýjum þjónustusamningi við Símann hf. Jafnframt lagt fram minnisblað frá fundi sem haldinn var þar sem fram kemur hver ávinningur bæjarins er við nýjan samning.

    Samningur samþykktur samhljóða.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram bréf Dodds ehf. frá 23. júní sl., þar sem óskað er eftir skilum á lóðinni Hjallatún 2, sem fyrirtækið fékk úthlutað skv. lóðarleigusamningi dags. 24. júní 2005.

    Bæjarráð samþykkir að Grundarfjarðarbær taki við lóðinni.
  • 1.14 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 500 JÓK vék af fundi undir þessum lið.

    Lagður fram endanlegur samningur um lagningu ljósleiðara um dreifbýli Grundarfjarðar. Jafnframt farið yfir fjárhæðir stofngjalda á hvern tengistað. Ennfremur gerð grein fyrir viðræðum sem farið hafa fram við fjarskiptafyrirtæki um aðkomu þess að verkinu og Rarik um lagningu rafstrengs í Framsveit.

    JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Bæjarráð - 500 Gerð grein fyrir íbúakönnun sem lögð hefur verið fyrir íbúa sveitarfélaganna Helgafellsveitar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar.

    Könnunin verður opin til 6. júlí nk. og eru íbúar sveitarfélaganna hvattir til þess að taka þátt.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi frá 7. júní sl. varðandi upptöku sjónvarpsþátta um Biggest loser á Vesturlandi.
  • Bæjarráð - 500 Lögð fram til kynningar fundargerð 169. fundar Félagsmálanefndar Snæfellinga frá 6. júní 2017.
  • Bæjarráð - 500 Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 16. og 23. júní sl. varðandi Grundargötu 69.

2.Bæjarráð - 501

Málsnúmer 1707001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 501 Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
  • 2.2 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 501 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 2.3 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 501 Gerð grein fyrir stöðu helstu framkvæmda sem unnið er að hjá bænum. Helst er þar að nefna viðgerðir á grunnskólanum, malbikunar- og gatnagerðarframkvæmdir, gróðursetning í Paimpol garði o.fl.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs vegna leigusamnings að Grundargötu 69, sem rennur út þann 31. ágúst nk.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerður verði nýr samningur við Íbúðalánasjóð.
  • 2.5 1707021 Sundlaug, erindi
    Bæjarráð - 501 Lagt fram bréf frá Gunnari Njálssyni varðandi Sundlaug Grundarfjarðar þar sem kvartað er yfir ýmsum atriðum. Jafnframt lagt fram svarbréf bæjarins.

    Bæjarstjóra falið að fara yfir málið með forstöðumanni íþróttamannvirkja.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, RG, ÞS og BP.
  • Bæjarráð - 501 Lagðar fram og kynntar hugmyndir að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, en Svarið ehf. hyggst setja upp slíkar stöðvar víðs vegar um landið.

    Bæjarráð telur hugmyndirnar mjög áhugaverðar og vísar málinu til nánari umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð óskar eftir tillögum nefndarinnar að mögulegum staðsetningum fyrir slíka þjónustumiðstöð.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram erindi frá Hrafni Jökulssyni, f.h. landssöfunarinnar "Vinátta í verki vegna hamfaranna á Grænlandi í júní sl."

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að styrkja söfnunina um 100.000 kr.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 12. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hátíðarfélags Grundarfjarðar um tækifærisleyfi til samkomuhalds á bæjarhátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði, sem haldin verður dagana 27.-30. júlí nk.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • 2.9 1707022 Starfsmannamál
    Bæjarráð - 501 EG vék af fundi undir þessum lið.

    Farið yfir starfsmannamál.

    EG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 18. júlí sl., þar sem samtökin bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan sveitarfélags, að sækja um aðild að samtökunum.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram til kynningar bréf frá Matarauði Vesturlands, dags. 13. júlí sl., þar sem verkefnisstjórn verkefnisins óskar eftir því að framleiðendur og seljendur vöru úr héraði taki þátt í vitundarvakningu og markaðsátaki í október 2017.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í menningarnefnd og hvetur nefndina til að koma erindinu á framfæri.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 12. júlí sl., varðandi fasteignamat 2018.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram til kynningar bréf þar sem Leikskólinn Sólvellir þakkar fyrir gjafir sem bárust skólanum í tilefni 40 ára afmælis hans fyrr á árinu.
  • Bæjarráð - 501 Lagt fram til kynningar bréf Sorpurðunar Vesturlands, dags. 24. júní sl., um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
  • Bæjarráð - 501 Lögð fram til kynningar fundargerð 90. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS), dags. 6. júlí sl.
  • Bæjarráð - 501 Lögð fram til kynningar fundargerð 131. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 14. júní sl.

3.Bæjarráð - 502

Málsnúmer 1708002FVakta málsnúmer

  • 3.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 502 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 502 Gerð grein fyrir bréfi Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl. ásamt yfirliti sem tilgreinir matsvirði eigna sem Íbúðalánasjóður er skráður fyrir í Grundarfirði og eru til sölu. Í bréfinu er spurst fyrir um áhuga bæjarins á kaupum viðkomandi eigna.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita tilboða í tilteknar eignir. Jafnframt verði skoðað með sölu á núverandi eignum.

    Samþykkt samhljóða.
  • 3.3 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 502 Farið yfir stöðu á helstu framkvæmdum sem unnið er að, s.s. malbiksframkvæmdir, viðgerð á grunnskóla, gróðursetningu í Paimpol garði, framkvæmdir í sundlaug o.fl.
  • 3.4 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 502 Lagt fram yfirlit yfir aðila sem óskað hafa eftir ljósleiðaratengingu í dreifbýli Grundarfjarðar og gerð grein fyrir samningum sem unnið er að við landeigendur. Fyrir fundinum lágu jafnframt teikningar af lagnaleiðum. Verktaki sem samið var við um lagninguna hefur hafið verkið.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara nákvæmlega yfir áætlaðan kostnað verksins og kanna hvort fleiri aðilar vilji fá tengingu. Á grundvelli þeirra upplýsinga verði stofngjöld ákveðin á næsta fundi bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram gögn með tillögum að úrlausnum vegna afleysingar í fyrirhuguðu veikindaleyfi skipulags- og byggingafulltrúa.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að úrlausn mála vegna afleysingarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 502 Lagt fram erindi Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) frá 15. ágúst sl. þar sem farið er yfir nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að inna af hendi við frjálsíþróttaaðstöðu á íþróttavelli bæjarins. Í erindinu er gerð tillaga um mögulega áfangaskiptingu framkvæmdanna.

    Megin áhersla er lögð á malbikun atrennu- og hlaupabrautar milli langstökksgryfja á íþróttavellinum. Fram kemur að rætt hefur verið við verktaka um jöfnun undirlags og malbikun brautanna. Hagkvæmt tilboð hefur borist í verkið. Skv. því er áætlað að heildarkostnaður við A-lið framkvæmdarinnar sé á bilinu 800-1.000 þús. kr.

    Bæjarráð fagnar erindinu og leggur til að gengið verði til samninga við verktaka um lagningu atrennu- og hlaupabrautar skv. verklið A. Miðað yrði við að kostnaður verksins skiptist jafnt milli bæjarins og UMFG.

    Bæjarastjóra er falið í samráði við UMFG að kanna kostnað við frekari framkvæmdir.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og hvetur fólk til dáða í áframhaldandi vinnu.
  • Bæjarráð - 502 Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, íbúð 101, var auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn barst um íbúðina, frá Huldu Valdimarsdóttur.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Huldu.
  • Bæjarráð - 502 Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, íbúð 107, var auglýst laus til umsóknar, en engin umsókn barst.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að íbúðin verði auglýst að nýju laus til umsóknar.
  • Bæjarráð - 502 Ræddar hugmyndir um aukinn opnunartíma sundlaugar, sem yrði með þeim hætti að einungis pottar og vaðlaug yrðu opin yfir vetrartímann. Miðað yrði við opnun í 4 klst. á dag, kl. 17-21 á virkum dögum og kl. 13-17 á laugardögum, en lokað yrði á sunnudögum.

    Lagt fram yfirlit yfir aukinn kostnað vegna aukins opnunartíma sundlaugar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að tilraun verði gerð með slíka opnun.
  • Bæjarráð - 502 Farið yfir gögn vegna útboðs á snjómokstri í Grundarfirði.

    Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt verkstjóra áhaldahúss falið að yfirfara gögnin og bjóða verkið út.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 502 Lagt fram til kynningar bréf Tómasar Loga Hallgrímssonar frá 4. ágúst sl. varðandi lóð og umhverfi leikskólans.

    Bæjarráð þakkar góðar ábendingar og kemur þeim áleiðis til umsjónarmanns fasteigna og leikskólastjóra.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram fundargerð frá fundi sem haldinn var 31. júlí sl. með landeigendum Kirkjufells og fulltrúum bæjarins.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar Öldungaráðs sem haldinn var 14. ágúst sl.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2017, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica 5.-6. október nk.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar dagskrá sveitarstjórnarráðstefnu LEX sem haldin verður á Hótel Selfossi þann 22. ágúst nk.
  • Bæjarráð - 502 Gerð grein fyrir fundum sem haldnir verða dagana 21.-22. ágúst í Stykkishólmi um sameiningarmál.
  • Bæjarráð - 502 Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 1. ágúst sl.
  • 3.18 1708022 Stjórn RARIK
    Bæjarráð - 502 Lagt fram til kynningar fundarboð Rarik um hádegisfund á Hrauni veitingahúsi þann 24. ágúst nk.

4.Bæjarráð - 503

Málsnúmer 1709002FVakta málsnúmer

Tekið fyrir mál 1708023 - Lóðir, sem tekið var fyrir á 181. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 7. sept. sl. Bæjarráð vísaði málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn leggur til að lóðin við Hlíðaveg 7 verði sett í úthlutun án göngustígs. Bæjarstjórn felur jafnframt skipulags- og byggingafulltrúa að koma með tillögur að lóðum frá Ölkelduvegi 27 og upp að Fellasneið.

Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 503
  • 4.2 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 503 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 4.3 1709010 Greitt útsvar 2017
    Bæjarráð - 503 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2017. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur bæjarins aukist um 0,3% milli ára.
  • Bæjarráð - 503 Lagt fram erindi Grundarfjarðarbæjar til Íbúðalánasjóðs frá 4. sept. sl., þar sem gerð eru tilboð í fjórar tilteknar eignir í eigu sjóðsins. Eignirnar sem um ræðir eru Hamrahlíð 4, tvær íbúðir að Ölkelduvegi 9 og Grundargata 20.

    Tilboðin taka mið af bréfi Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl., þar sem sjóðurinn býður sveitarfélögum til viðræðna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins í viðkomandi sveitarfélögum, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði.

    Jafnframt lagt fram yfirlit yfir matsvirði Íbúðalánasjóðs á eignunum og yfirlit úr fasteignaskrá.

    Ennfremur liggur fyrir fundinum gagntilboð Íbúðalánasjóðs, sem er talsvert hærra en tilboð bæjarins.

    Bæjarráð telur matsvirði Íbúðalánasjóðs og gagntilboð of hátt sérstaklega með tilliti til húsa sem talin eru nánast ónýt sbr. Grundargötu 20.

    Bæjarráð hafnar gagntilboði Íbúðalánasjóðs, en felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.
  • Bæjarráð - 503 Lagðir fram tímabundnir leigusamningar um íbúð að Grundargötu 69. Lok leigutíma er 28. febrúar 2018.

    Bæjarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti.
  • Bæjarráð - 503 Lögð fram og kynnt drög að reglum um útleigu leiguíbúða ásamt matsviðmiðum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða reglurnar og matsviðmiðin.
  • Bæjarráð - 503 Leiguíbúðin að Grundargötu 65 var auglýst laus til umsóknar. Fimm umsóknir bárust um íbúðina.

    Lögð fram og gerð grein fyrir vinnu við mat á umsóknum til samræmis við reglur um útleigu leiguíbúða.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Ragnheiði Kristjánsdóttur íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.
  • Bæjarráð - 503 Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, íbúð 107, var auglýst öðru sinni laus til umsóknar. Ein umsókn barst um íbúðina, frá Patriciu Ann Heggie.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Patriciu íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningum.
  • Bæjarráð - 503 Lokið hefur verið við malbikun liðlega 100 m langrar atrennubrautar milli langstökksgryfja á íþróttasvæðinu.

    Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þennan fyrsta áfanga í uppbyggingu svæðisins. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að starfsmenn bæjarins í samvinnu við UMFG gangi frá og lagi til í nánasta umhverfi brautarinnar. Ennfremur þarf að huga að næstu skrefum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar bæjarins.
  • Bæjarráð - 503 Í dag 7. september er íbúafundur þar sem sérfræðingar KPMG munu kynna vinnu sína varðandi sviðsmyndagreiningu á helstu kostum og göllum þess ef af sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar yrði. Á fundinum verður kallað eftir hugmyndum íbúa til hugsanlegrar sameiningar.

    Jafnframt lagt fram bréf dags. 30. ágúst sl., frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi hugsanleg framlög sem veitt yrðu á grundvelli heimildarákvæða reglna nr. 295/2003 um fjárhagslega aðstoð til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

    Í bréfinu er tilkynnt að ráðherra hefur samþykkt tillögu sérstakrar ráðgjafanefndar þess efnis að verði af sameiningu sveitarfélaganna þriggja getur framlag sem byggir á endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu til sameinaðs sveitarfélags numið allt að 92,5 m.kr.

    Bæjarráð leggur til að samninganefnd sveitarfélaganna um sameiningu fái fund með ráðherra sveitarstjórnarmála og ræði um frekari aðkomu ráðuneytisins að sameiningu sveitarfélaganna, gangi hún eftir.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.11 1601015 Sjúkraþjálfun
    Bæjarráð - 503 Lagt fram bréf bæjarins dags. 4. sept. sl. til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þar sem lögð er mikil áhersla á að stofnunin komi á fót sjúkraþjálfun í Grundarfirði.

    Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.12 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 503 Lagður fram tölvupóstur frá endurskoðendum bæjarins varðandi bókhaldslegt fyrirkomulag vegna kostnaðar við lagningu ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar.

    Bæjarráð leggur til að farið verði að hugmyndum endurskoðenda og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.13 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 503 Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem í gangi eru.
  • 4.14 1709011 Fellasneið 24
    Bæjarráð - 503 Lögð fram og kynnt bréf milli fulltrúa lóðarhafa að Fellasneið 24 og bæjarins.
  • Bæjarráð - 503 Lögð fram til kynningar fundargerð 132. stjórnarfundar SSV frá 23. ágúst sl.
  • Bæjarráð - 503 Lagður fram til kynningar árshlutareikningur Jeratúns ehf. ásamt fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 31. ágúst sl.
  • Bæjarráð - 503 Lagt fram til kynningar fundarboð á samgönguþing 2017 sem haldið verður 28. sept. nk.
  • 4.18 1708026 Fjallskil 2017
    Bæjarráð - 503 Lögð fram til kynningar fjallskilaboð og fundargerð fjallskilanefndar frá 29. ágúst sl. ásamt yfirliti yfir fjölda fjár í sveitarfélaginu. Fyrri göngur verða þann 16. september og þær síðari þann 30. september nk.
  • Bæjarráð - 503 Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu um árlegan landsfund um jafnréttismál sem haldinn verður í Stykkishólmi þann 15. sept. nk.
  • Bæjarráð - 503 Lagðar fram auglýsingar um tímabundna ráðningu skipulags- og byggingafulltrúa.
  • Bæjarráð - 503 Lögð fram til kynningar fundargerð 91. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn var 16. ágúst sl.
  • Bæjarráð - 503 Lagt fram til kynningar fundarboð SSV um gististaði í íbúðabyggð sem verður í Borgarnesi 13. september nk.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 182

Málsnúmer 1709003FVakta málsnúmer

  • Björg Ágústdóttir leggur fram næstu skref í aðalskipulagsvinnu Alta ehf Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Björg Ágústsdóttir kemur og talar í 20 mínútur. Kynnir framhaldið og leggur til að haldnir verði 4 vinnufundir.
  • Óskað er eftir að tillögu um hugsanlega staðsetningu þjónustumiðstöðvar Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrrnefnd staðsetning henti einna best af öllum þeim möguleikum innan miðbæjar. Samkvæmt samþykktum bæjarins er lóðin á móti sögumiðstöðinni frátekin í miðbæjarkjarna. Reitur við Sæból hentar mjög illa vegna þess að hann er staðsettur við íbúðahverfi.
    Kostir fyrrnefndar staðsetningar eru þeir að þjónustumiðstöð væri þá í góðu göngufæri við höfn, Þjónustumiðstöð myndi þá fylla uppí illa nýtt svæði.
    Nefndin leggir til að Svarið ehf. verði gefin kostur á að hanna aðkomu og útfærslu á fyrrnefndri lóð.
    -Jósef situr hjá.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn lýsir áhuga sínum á að slík þjónustumiðstöð verði staðsett í sveitarfélaginu og leggur til að rætt verði við forsvarsmenn Svarsins ehf. um fyrirkomulag og staðsetningu starfseminnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Ölkeldan í Grundarfirði: Lögð er fram framkvæmdaáætlun vegna vinnu við ölkeldu og umhverfi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182
  • Sæból 33-35: lagt fram samþykki eigenda um breytingar á húsi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Hlíð Eyrarsveit: Finnur M Hinriksson sækir um leyfi til að fokhelda byggingu í landi Hlíðar Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags-og umhverfisnefnd felst á að leyfa Finni Hinriksyni að gera byggingu í landi Hlíðar fokhelda enda verði í öllu farið að tillögu hönnuðar hússins og munu framkvæmdir standast væntanlega hönnun hússins. Skila verður inn byggingastjóra og iðnmeistara undirskriftum áður enn vinna hefst. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.6 1709012 Lóðaumsókn
    Lóðaumsókn. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir sækir um lóðina að Fellasneið 3 Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Sigurhönnu Ágústu Einarsdóttur að Fellasneið 3 Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.7 1709013 Stöðuleyfi
    Stöðuleyfi: Valgeir Þ Magnússon sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gáma í 12 mán í Innri Látravík. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.8 1709016 Tenging rafstrengs
    Rarik leggur fram tillögur um tengingu innanbæjarkerfis Grundarfjarðar við nýja aðveitustöð. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags-og umhverfisvernd hafnar öllum tillögum um leið fyrir rafstreng en leggur jafnframt til nýja leið meðfram Grundargötu. Byggingarfulltrúa falið að útfæra leiðina í samvinnu við Rarik.    
    Bókun fundar Til máls tóku EG, HK og JÓK.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt er fram tillaga og óskir um stækkun lóðar Sólvöllum 2 Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags-og umhverfisvernd samþykkir erindið og óskar eftir fullfrágengnu lóðarblaði.
    Lóð skal ekki vera nær Sólvöllum 6 en sem nemur 14 metrum svo nægjanlegt pláss sé fyrir veg og gangstéttar. Lóðin nær á milli Sólvalla og Nesvegar.  



    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir umsókn Guðmundar Runólfssonar hf. um stækkun lóðar að Sólvöllum 2. Bæjarstjórn óskar eftir fullfrágengnu lóðablaði sem fyrst og leggur áherslu á að umsóknaraðili fái það rými sem þarf fyrir nýtt fiskiðjuver sem hannað verði á lóðinni.

    Samþykkt samhljóða.

6.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 30. ágúst sl. þar sem tilkynnt er að ráðuneytið muni veita allt að 92,5 millj. kr. til endurskipulagningar þjónustu og stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags, ef af sameiningu verður.

Til máls tóku EG, JÓK, RG, HK, BP og ÞS.

Haldnir hafa verið íbúafundir í öllum sveitarfélögunum. Sérfræðingar KPMG hafa fengið það verkefni að halda snertifundi með forsvarsmönnum sveitarfélaganna, þar sem rætt er um kosti og galla hugsanlegrar sameiningar á mismunandi sviðum starfsemi sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn leggur til að fulltrúar KPMG vinni og klári lokaskýrslu um sameiningarmál sem fyrst. Í framhaldi af því verði niðurstöður skýrslunnar kynntar fyrir íbúum.

Samþykkt samhljóða.

7.Félags- og skólaþjónusta, stjórnarfundur nr. 92

Málsnúmer 1709022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 92. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 28. ágúst sl.

Til máls tóku EG, RG og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu í 4. tl. fundargerðarinnar varðandi lántöku vegna kaupa og breytinga á húseigninni Ólafsbraut 19, Snæfellsbæ, vegna málefna fatlaðra.

8.Byggingafulltrúi, afleysing

Málsnúmer 1709023Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir tímabundinni ráðningu Þórólfs Óskarssonar, byggingafræðings, til afleysinga starfs skipulags- og byggingafulltrúa.

9.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Andra Árnasyni, lögmanni bæjarins, þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum sínum við forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) varðandi samning bæjarins og OR frá árinu 2005.

Jafnframt lagt fram yfirlit um tekjur og gjöld OR af Vatnsveitu Grundarfjarðar og kostnað við fjárfestingar í vatnsveitu og hitaveitu á árabilinu 2005-2017.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar, í samvinnu við lögmann bæjarins, að kalla eftir betri lúkningu mála til samræmis við samningsdrög sem áður hafa verið kynnt, og ná þannig farsælli lausn mála. Að öðrum kosti verði farið í málaferli.

Samþykkt samhljóða.

10.Félag eldri borgara

Málsnúmer 1709024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Félags eldri borgara þar sem óskað er eftir styrk af tilefni 25 ára afmælis félagsins. Jafnframt kynnt hugmynd að kaupum á leirbrennsluofni sem fæst á góðum kjörum.

Bæjarstjórn leggur til að Félagi eldri borgara verði veittur 150 þús. kr. styrkur í tilefni afmælisins, sem myndi m.a. nýtast til kaupa á leirbrennsluofni.

Samþykkt samhljóða.

11.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Rarik varðandi endurnýjun á rafmagnslínum með þriggja fasa jarðstreng ásamt endurnýjun spennistöðva í Framsveit. Í tölvupóstinum spyrst Rarik fyrir um mögulega frestun á lagningu ljósleiðara, svo unnt verði leggja rafstreng samhliða ljósleiðara næsta vor.

Bæjarstjórn telur ekki unnt að bíða með lagningu ljósleiðara, en óskar eftir því að Rarik flýti lagningu þriggja fasa rafmagns í Framsveit.

Samþykkt samhljóða.

12.Stefna um minnkun plasts

Málsnúmer 1709021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá starfsmanni umhverfisverkefnisins Earth Check varðandi stefnu sveitarfélaga á Snæfellsnesi um minni notkun plasts.

Bæjarstjórn tekur undir hugmyndir um minnkun plastnotkunar eins og rætt er um í bréfinu.

Samþykkt samhljóða.

13.Haustþing SSV

Málsnúmer 1709020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) frá 8. sept. sl. varðandi haustþing SSV 2017 sem haldið verður á Akranesi miðvikudaginn 11. okt. nk.

Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á haustþinginu eru Eyþór Garðarsson Berghildur Pálmadóttir og Rósa Guðmundsdóttir. Fulltrúar til vara eru Hinrik Konráðsson, Jósef Ó. Kjartansson og Elsa B. Björnsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

14.Jafnréttisstofa, landsfundur

Málsnúmer 1708025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dagskrá landsfundar um jafnréttismál í sveitarfélögum sem haldinn verður í Stykkishólmi föstudaginn 15. sept. nk.

15.Samband ísl. sveitarfélaga stjórnarfundur nr. 846-852

Málsnúmer 1709025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 846-852 stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

16.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum sínum.

Undir þessum lið var sérstaklega rædd sala fyrirtækisins Soffaníasar Cesilssonar til Fisk Seafood.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:49.