Málsnúmer 1708017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 502. fundur - 17.08.2017

Lagt fram erindi Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) frá 15. ágúst sl. þar sem farið er yfir nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að inna af hendi við frjálsíþróttaaðstöðu á íþróttavelli bæjarins. Í erindinu er gerð tillaga um mögulega áfangaskiptingu framkvæmdanna.

Megin áhersla er lögð á malbikun atrennu- og hlaupabrautar milli langstökksgryfja á íþróttavellinum. Fram kemur að rætt hefur verið við verktaka um jöfnun undirlags og malbikun brautanna. Hagkvæmt tilboð hefur borist í verkið. Skv. því er áætlað að heildarkostnaður við A-lið framkvæmdarinnar sé á bilinu 800-1.000 þús. kr.

Bæjarráð fagnar erindinu og leggur til að gengið verði til samninga við verktaka um lagningu atrennu- og hlaupabrautar skv. verklið A. Miðað yrði við að kostnaður verksins skiptist jafnt milli bæjarins og UMFG.

Bæjarastjóra er falið í samráði við UMFG að kanna kostnað við frekari framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 503. fundur - 07.09.2017

Lokið hefur verið við malbikun liðlega 100 m langrar atrennubrautar milli langstökksgryfja á íþróttasvæðinu.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þennan fyrsta áfanga í uppbyggingu svæðisins. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að starfsmenn bæjarins í samvinnu við UMFG gangi frá og lagi til í nánasta umhverfi brautarinnar. Ennfremur þarf að huga að næstu skrefum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar bæjarins.