503. fundur 07. september 2017 kl. 12:00 - 16:05 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjallskil 2017

Málsnúmer 1708026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjallskilaboð og fundargerð fjallskilanefndar frá 29. ágúst sl. ásamt yfirliti yfir fjölda fjár í sveitarfélaginu. Fyrri göngur verða þann 16. september og þær síðari þann 30. september nk.

2.Jafnréttisstofa, landsfundur

Málsnúmer 1708025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu um árlegan landsfund um jafnréttismál sem haldinn verður í Stykkishólmi þann 15. sept. nk.

3.Byggingafulltrúi, afleysing

Málsnúmer 1708014Vakta málsnúmer

Lagðar fram auglýsingar um tímabundna ráðningu skipulags- og byggingafulltrúa.

4.Félags og skólaþjónusta, stjórnarfundur nr. 91

Málsnúmer 1709006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 91. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn var 16. ágúst sl.

5.Gististaðir, vinnureglur

Málsnúmer 1708028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð SSV um gististaði í íbúðabyggð sem verður í Borgarnesi 13. september nk.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 181

Málsnúmer 1708001FVakta málsnúmer

  • Lóðaumsókn: Hólmar Karl Þorvaldsson og Heiða Steingrímsdóttir sækja um lóðina að Ölkelduvegi 29.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Erindinu frestað vegna fyrirspurnar um aðrar lóðir við Ölkelduveg
  • Lóðaumsókn: Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir og Guðmundur N Þórðarson sækja um lóðina að Hlíðarvegi 7.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 181
    Lóð sem sótt er um er ekki til úthlutunar sem stendur og hafnar því skipulags- og byggingarnefnd erindinu.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Eyrarsveit ehf sækir um byggingarleyfi fyrir Grund 2 Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Nesvegur 5 ehf sækir um byggingarleyfi vegna breytinga innan og utanhúss á Sæbóli 33-35 samkvæmt fyrirliggjandi teikningum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu þar sem samþykki meðeiganda hússins vegna útlitsbreytinga utanhúss liggur ekki fyrir.

  • 6.5 1703008 Suður Bár
    Sótt um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu íbúðarhúss. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.


    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Eigandi Borgarbraut 8 óskar eftir upplýsingum um rétta stærð lóðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að mæla upp lóðirnar að Borgarbraut 8, Hamrahlíð 1 og Fossahlíð 2.


    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Tillaga að málun/merkingu gangbrauta. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að farið verði í þá vinnu að mála þær gangbrautir sem vantar. Einnig leggur nefndin til að gangstétt frá Fellasneið 20 og niður að grunnskóla verði kláruð sem allra fyrst til að auka öryggi barna hér í bæ.


    Bókun fundar Bæjarráð tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að útfærslu hugmynda sem áður hafa verið settar fram.

    Samþykkt samhljóða.
  • Grundargata 24, skipting lóðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd hafnar skiptingu lóðar samkvæmt fyrirliggjandi teikningu.
    Jafnframt bendir nefndin á möguleg bílastæði fyrir íbúa í húsi Soffanías Cecilssonar við Borgarbraut 1 meðfram húsinu sjálfu.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Grundargata 21a, gámur á lóð án stöðuleyfis. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Ekki liggur fyrir stöðuleyfi fyrir gám sem stendur við Grundargötu 21a. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að láta húseiganda  fjarlægja gáminn

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að kanna stöðuleyfi annarra gáma í sveitarfélaginu.
  • Skíðadeild UMFG sækir um að skíðabrekkan verði gerð að losunarstað tímabundið til lagfæringar á brekkunni. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.


    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa í samvinnu við skíðadeild UMFG framkvæmd málsins.
  • Lagt fram lóðarblað vegna Grundargötu 52 - afmörkun byggingareits Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bæjarstjóri leggur fram kynningu á Þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk og óskar eftir mögulegri staðsetningu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram teikningu af mögulegri staðsetningu aftan við heilsugæslustöð sem fyrsta valkost.
    einnig væri möguleiki að nota spennistöðvarhús sem salerni og byggja þjónusturýmið til viðbótar.
    Á báðum stöðum væri möguleiki á skammtíma rútustæðum.
    Bókun fundar Bæjarráð telur hugmyndir skipulags- og umhverfisnefndar um staðsetningu ekki fýsilegar og óskar eftir því að nefndin skoði aðra möguleika.

    Samþykkt samhljóða.
  • 6.13 1708023 Lóðir
    Lóðaframboð hefur minnkað verulega og vill nefndin skoða aukningu á lóðaframboði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 181 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðin við Hlíðarveg 7 verði minnkuð um 2 metra fyrir göngustíg vestast á lóðinni og síðan auglýst laus til umsóknar.
    Einnig leggur nefndin til að byggingarfulltrúi skoði möguleika á byggingarlóðum ofan við Ölkelduveg 27 og upp að Fellasneið.
    Bókun fundar Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

7.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.

8.Greitt útsvar 2017

Málsnúmer 1709010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2017. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur bæjarins aukist um 0,3% milli ára.

9.Íbúðalánasjóður erindi til sveitarstjórnar

Málsnúmer 1706021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Grundarfjarðarbæjar til Íbúðalánasjóðs frá 4. sept. sl., þar sem gerð eru tilboð í fjórar tilteknar eignir í eigu sjóðsins. Eignirnar sem um ræðir eru Hamrahlíð 4, tvær íbúðir að Ölkelduvegi 9 og Grundargata 20.

Tilboðin taka mið af bréfi Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl., þar sem sjóðurinn býður sveitarfélögum til viðræðna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins í viðkomandi sveitarfélögum, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir matsvirði Íbúðalánasjóðs á eignunum og yfirlit úr fasteignaskrá.

Ennfremur liggur fyrir fundinum gagntilboð Íbúðalánasjóðs, sem er talsvert hærra en tilboð bæjarins.

Bæjarráð telur matsvirði Íbúðalánasjóðs og gagntilboð of hátt sérstaklega með tilliti til húsa sem talin eru nánast ónýt sbr. Grundargötu 20.

Bæjarráð hafnar gagntilboði Íbúðalánasjóðs, en felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

10.Íbúðalánasjóður - Grundargata 69

Málsnúmer 1707009Vakta málsnúmer

Lagðir fram tímabundnir leigusamningar um íbúð að Grundargötu 69. Lok leigutíma er 28. febrúar 2018.

Bæjarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti.

11.Reglur um útleigu leiguíbúða

Málsnúmer 1709008Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt drög að reglum um útleigu leiguíbúða ásamt matsviðmiðum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða reglurnar og matsviðmiðin.

12.Grundargata 65, íbúð

Málsnúmer 1709004Vakta málsnúmer

Leiguíbúðin að Grundargötu 65 var auglýst laus til umsóknar. Fimm umsóknir bárust um íbúðina.

Lögð fram og gerð grein fyrir vinnu við mat á umsóknum til samræmis við reglur um útleigu leiguíbúða.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Ragnheiði Kristjánsdóttur íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.

13.Hrannarstígur 18, íbúð 107

Málsnúmer 1708019Vakta málsnúmer

Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, íbúð 107, var auglýst öðru sinni laus til umsóknar. Ein umsókn barst um íbúðina, frá Patriciu Ann Heggie.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Patriciu íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningum.

14.UMFG, atrennu- og hlaupabrautir

Málsnúmer 1708017Vakta málsnúmer

Lokið hefur verið við malbikun liðlega 100 m langrar atrennubrautar milli langstökksgryfja á íþróttasvæðinu.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þennan fyrsta áfanga í uppbyggingu svæðisins. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að starfsmenn bæjarins í samvinnu við UMFG gangi frá og lagi til í nánasta umhverfi brautarinnar. Ennfremur þarf að huga að næstu skrefum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar bæjarins.

15.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Í dag 7. september er íbúafundur þar sem sérfræðingar KPMG munu kynna vinnu sína varðandi sviðsmyndagreiningu á helstu kostum og göllum þess ef af sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar yrði. Á fundinum verður kallað eftir hugmyndum íbúa til hugsanlegrar sameiningar.

Jafnframt lagt fram bréf dags. 30. ágúst sl., frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi hugsanleg framlög sem veitt yrðu á grundvelli heimildarákvæða reglna nr. 295/2003 um fjárhagslega aðstoð til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Í bréfinu er tilkynnt að ráðherra hefur samþykkt tillögu sérstakrar ráðgjafanefndar þess efnis að verði af sameiningu sveitarfélaganna þriggja getur framlag sem byggir á endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu til sameinaðs sveitarfélags numið allt að 92,5 m.kr.

Bæjarráð leggur til að samninganefnd sveitarfélaganna um sameiningu fái fund með ráðherra sveitarstjórnarmála og ræði um frekari aðkomu ráðuneytisins að sameiningu sveitarfélaganna, gangi hún eftir.

Samþykkt samhljóða.

16.Sjúkraþjálfun

Málsnúmer 1601015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarins dags. 4. sept. sl. til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þar sem lögð er mikil áhersla á að stofnunin komi á fót sjúkraþjálfun í Grundarfirði.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

17.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá endurskoðendum bæjarins varðandi bókhaldslegt fyrirkomulag vegna kostnaðar við lagningu ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar.

Bæjarráð leggur til að farið verði að hugmyndum endurskoðenda og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

18.Framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem í gangi eru.

19.Fellasneið 24

Málsnúmer 1709011Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt bréf milli fulltrúa lóðarhafa að Fellasneið 24 og bæjarins.

20.SSV, stjórnarfundur nr. 132

Málsnúmer 1709001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 132. stjórnarfundar SSV frá 23. ágúst sl.

21.Jeratún ehf. - Árshlutareikningur 1/1-30/6 2017

Málsnúmer 1708029Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar árshlutareikningur Jeratúns ehf. ásamt fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 31. ágúst sl.

22.Samgönguráðstefna 2017

Málsnúmer 1708027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á samgönguþing 2017 sem haldið verður 28. sept. nk.
Fundargerð lesin upp á samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:05.