Málsnúmer 1709031

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 11. fundur - 14.09.2017

Farið yfir stöðu mála varðandi umgengni í Sögumiðstöð og Samkomuhúsi. Nefndin er sammála um að bæta megi umgengni um menningarhúsin t.d. herbergið á efri hæð Samkomuhúss.

Menningarnefnd hvetur bæjarstjórn til að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð Samkomuhússins. Húsið er menningararfur samfélagsins, reist af sjálfboðaliðum í sveitinni, og telur menningarnefnd það skyldu bæjarins að viðhalda því og betrumbæta svo það megi halda áfram hlutverki sínu sem samkomuhús okkar allra.