11. fundur 14. september 2017 kl. 16:15 - 18:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Ágústa Ósk Guðnadóttir (ÁÓG)
  • Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir (SH) embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning formanns

Málsnúmer 1709028Vakta málsnúmer

Bjarni Sigurbjörnsson býður sig fram til formanns og er það samþykkt samhljóða.
Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir býður sig fram til varaformanns og er það samþykkt samhljóða.

2.Rökkurdagar 2017

Málsnúmer 1709026Vakta málsnúmer

Lagt til að Rökkurdagar verði haldnir síðustu vikuna í október. Hugmyndir að dagskrárliðum hátíðarinnar ræddar.

3.Matarauður Vesturlands

Málsnúmer 1709027Vakta málsnúmer

Áhugavert og þarft verkefni að auka vægi matarauðs í héraði. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um átaksverkefnið Matarauður Vesturlands.

4.Fræðslu- og upplýsingaskilti í Grundarfirði

Málsnúmer 1709029Vakta málsnúmer

Menningar- og markaðsfulltrúi upplýsir fundarmenn um stöðu mála varðandi undirbúning að uppsetningu skilta um bæinn. Mun þeim verða skipt í þemu og unnin í áföngum. Áætlað er að fyrstu fimm skiltin verði komin á sinn stað um miðjan maí árið 2018.

5.Myndasafn Bærings Cecilssonar

Málsnúmer 1709030Vakta málsnúmer

Myndir, filmur, videoefni og fleira frá Bæring Cecilssyni, sem er í varðveislu Grundarfjarðarbæjar, er geymt í lítilli skrifstofukompu í Sögumiðstöðinni. Þar er nánast ómögulegt að komast að efninu auk þess sem það fer ekki vel um það.
Lagt er til að efnið verði fært út úr Sögumiðstöðinni sem fyrst og varðveitt að Grundargötu 30, eða annars staðar þar sem betur fer um það og það er aðgengilegt á öllum tímum.

6.Brana SH

Málsnúmer 1709032Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir um yfirbyggingu yfir bátinn Brönu SH. Ekkert hefur gerst í þeim málum að undanförnu og því lagt til að fengið verði álit óháðs fagaðila um hvernig Sögumiðstöðin sé best nýtt með fyrrnefnda yfirbyggingu í huga.7.Viðhald og tiltekt í menningarhúsum Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1709031Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi umgengni í Sögumiðstöð og Samkomuhúsi. Nefndin er sammála um að bæta megi umgengni um menningarhúsin t.d. herbergið á efri hæð Samkomuhúss.

Menningarnefnd hvetur bæjarstjórn til að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð Samkomuhússins. Húsið er menningararfur samfélagsins, reist af sjálfboðaliðum í sveitinni, og telur menningarnefnd það skyldu bæjarins að viðhalda því og betrumbæta svo það megi halda áfram hlutverki sínu sem samkomuhús okkar allra.

Fundi slitið - kl. 18:25.