Málsnúmer 1710007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

Lagt fram Svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Óskað er umsagnar Grundarfjarðarbæjar um skipulagið.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að svæðisskipulagið verði samþykkt. Bæjarstjórn bendir sérstaklega á mikilvægi þess að við nýtingu sjávarauðlinda í Breiðafirði verði lögð áhersla á sjálfbærni þeirra. Ennfremur leggur bæjarstjórn til að vel verði hugað að tengingu Dalabyggðar og Snæfellsness um Skógarstrandaveg til þess að svæðin í heild geti notið ávinnings af bættri vegtengingu.

Samþykkt samhljóða.