Málsnúmer 1710009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Lagt fram bréf Skotfélagsins frá 21. sept. sl. varðandi aðstöðu fyrir Skotfélagið og merkingar o.fl.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 539. fundur - 12.11.2019

Lögð fram drög að samningi um æfingaaðstöðu Skotfélagsins Skotgrundar í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, sbr. erindi frá 2017.

Bæjarráð samþykkir samninginn að því gefnu að Skotfélagið uppfylli lög og reglugerðir varðandi skotæfingar innanhúss. Með vísan til 2. gr. samningsdraganna óskar bæjarráð eftir að fara yfir stöðuna í mars nk. m.t.t. reynslunnar sem þá hefur fengist.

Leigugjald fer skv. gjaldskrá bæjarins v/æfingatíma og ræstingargjalds, en bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt.

Samþykkt samhljóða.