504. fundur 03. október 2017 kl. 12:00 - 15:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Launaáætlun 2017

Málsnúmer 1709041Vakta málsnúmer

Lögð fram launaáætlun miðað við raunlaun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarlaunagreiðslur eru um 6,1 millj. kr. lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, sem er um 1,6% lægra.

3.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1710010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til forstöðumanna, vegna gerðar fjárhagsáætlunar. Ræddar verðlagsforsendur vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2018. Yfirlit úr þjóðhagsspá lagt fram sem sýnir áætlaðar verðlagsbreytingar milli ára. Áætlað er að vísitala neysluverðs breytist um 2,7% frá fyrra ári og launavísitala um 6,5%.

Ráðgerðir eru tveir vinnufundir með bæjarráði fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Fasteignagjöld 2018

Málsnúmer 1710015Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2018. Skv. henni hækka fasteignagjöld í heild sinni um 6,6% milli áranna 2017 og 2018.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2017 og 2018.

5.Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710017Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir þjónustugjaldskrár helstu stofnana bæjarins. Rætt um tillögugerð fyrir gjaldskrárbreytingar milli áranna 2017 og 2018.

Áframhaldandi vinnu við gjaldskrár vísað til næsta fundar bæjarráðs.

6.Álagning útsvars 2018

Málsnúmer 1710019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2018.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

7.Byggðarkvóti fiskveiðárið 2017-2018

Málsnúmer 1709038Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 11. sept. sl., varðandi auglýsingu um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins er til 15. okt. 2017.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta ársins 2017/2018.

8.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála við lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu og hugmyndir um fyrirkomulag fjármála.

9.Ungmennafélagið, erindi vegna íþróttaaðstöðu

Málsnúmer 1710013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) þar sem óskað er eftir samvinnu við Grundarfjarðarbæ um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í bænum. Í erindinu kemur m.a. fram hugmynd um kaup á tilteknu húsnæði sem stórbæta myndi íþróttaaðstöðu í bænum.

Bæjarráð leggur til að skipaður verði starfshópur sem skoða muni möguleika og kostnað við slíka uppbyggingu. Í starfshópnum verði einn fulltrúi frá UMFG og tveir fulltrúar bæjarráðs, ásamt bæjarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

10.Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Málsnúmer 1710016Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þar kemur fram að ekki er mögulegt að kjósa utan kjörfundar í Grundarfirði annað árið í röð. Jafnframt gerð grein fyrir samskiptum bæjarstjóra við Sýslumanninn á Vesturlandi þar sem mótmælt er að ekki sé mögulegt að kjósa utan kjörfundar í Grundarfirði. Í framhaldi af þeim samskiptum hefur Embætti sýslumanns ákveðið að sett verði upp aðstaða fyrir slíkar kosningar í Grundarfirði. Endanlegt fyrirkomulag mun skýrast næstu daga.

Bæjarráð lýsir óánægju sinni með að í upphaflegri auglýsingu um utankjörfundaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið gert ráð fyrir aðstöðu í Grundarfirði. Lagt er til að í framtíðinni verði séð til þess að slíkur möguleiki sé ávallt til staðar í tengslum við kosningar.

Samþykkt samhljóða.

11.Rekstrarleyfi, Hótel Framnes

Málsnúmer 1709035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi frá 4. apríl sl. varðandi umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV vegna Hótel Framness, Nesvegi 5. Ekki var unnt að afgreiða erindið fyrr vegna skorts á gögnum.

Fyrirliggjandi eru jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Grundarfjarðarbær sér því ekkert því til fyrirstöðu að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

Samþykkt samhjóða.

12.Rekstrarleyfi, Sæból 46

Málsnúmer 1704006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 15. mars sl. þar sem óskað er umsagnar Grundarfjarðarbæjar á umsókn Eyrarsveitar ehf. til að reka gististað í flokki II að Sæbóli 46.
Ekki var unnt að afgreiða erindið fyrr vegna skorts á gögnum.

Fyrirliggjandi eru jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Grundarfjarðarbær sér því ekkert því til fyrirstöðu að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

Samþykkt samhjóða.

13.Gistirými í Grundarfirði

Málsnúmer 1605035Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir útgefin rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði í Grundarfirði miðað við 29. sept. 2017.

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir fjölda íbúðarhúsa sem nýtt eru undir gistiheimili í bænum og telur mikilvægt að mótaðar verði skýrar reglur um veitingu slíkra leyfa í bæjarfélaginu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að rekstur gistirýma í íbúabyggð fari ekki yfir 5% af fjölda íbúða í þéttbýli. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fara nákvæmlega yfir fjölda gistirýma og að vinna drög að vinnureglum. Meðan sú vinna er í gangi verða ekki afgreiddar umsagnir vegna rekstrarleyfisumsókna.

Samþykkt samhljóða.

14.Svansskáli ehf. vegna Kaffi Emil

Málsnúmer 1710012Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Svansskála ehf. frá 28. sept. sl. vegna reksturs Kaffi Emils í húsnæði Sögumiðstöðvar, þar sem kallað er eftir úrbótum á tilteknum atriðum í húsnæðinu og óskað eftir viðræðum um þau mál. Jafnframt lagður fram samningur bæjarins við Svansskála ehf. um aðstöðuna.

Bæjarstjóra og menningar- og markaðsfulltrúa falið að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

15.Skotfélagið, erindi

Málsnúmer 1710009Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skotfélagsins frá 21. sept. sl. varðandi aðstöðu fyrir Skotfélagið og merkingar o.fl.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

16.Íbúðalánasjóður, erindi til sveitarstjórnar

Málsnúmer 1706021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Íbúðalánasjóðs frá 26. sept. sl. varðandi tilteknar húseignir í Grundarfirði, sem tilboð hafa verið gerð í.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Samþykkt samhljóða.

17.Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Starf sjúkraþjálfara í Grundarfirði

Málsnúmer 1709037Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) frá 11. sept. sl. þar sem stjórnendur HVE eru á einu máli að gera sitt besta til að fá sjúkraþjálfara til að nýta aðstöðu sem til staðar er á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði.

Bæjarstjóra falið að eiga fund með forstjóra HVE og kanna hvort ekki sé unnt að fá sjúkraþjálfara sem starfa á vegum stofnunarinnar í Stykkishólmi til þess að vinna í Grundarfirði tiltekna daga.

Samþykkt samhljóða.

18.Dísarbyggð ehf. - Breyting á aðalskipulagi fyrir Þórdísarstaði

Málsnúmer 1709033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Dísarbyggðar ehf. frá 15. sept. sl. þar sem óskað er eftir að tillit verði tekið til ákveðinna þátta við endurskoðun aðalskipulags.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að koma tillögunum á framfæri við hönnuði aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.

19.Framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda hjá Grundarfjarðarbæ.

20.SSKS, ársfundur

Málsnúmer 1709043Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum en ársfundur verður haldinn föstudaginn 6. okt. nk. í Reykjavík.

21.Jöfnunarsjóður sveitafélaga, ársfundur 2017

Málsnúmer 1709036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytisins þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 4 okt. nk. í Reykjavík.

22.Fjármálaráðherra, heimsókn

Málsnúmer 1710011Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra vegna fundar með fjármálaráðherra 27. sept. sl.

23.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2017

Málsnúmer 1710002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga frá 29. sept. sl. varðandi úthlutun úr Námsgagnasjóði 2017.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:59.