Málsnúmer 1710049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 506. fundur - 26.10.2017

Lögð fram til kynningar beiðni Grundarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar til Ríkiseigna þar sem óskað er eftir heimild fyrir Steypustöð Skagafjarðar til að nýta efnisnámu að Lárkoti. Fyrirtækið vinnur að lagningu jarðstrengs frá Ólafsvík til Grundarfjarðar og mun nýta efni í slóðagerð og fleira í tengslum við verkið. Jafnframt mun fyrirtækið lagfæra veg að Lárkoti fáist leyfi til nýtingar á námunni.