506. fundur 26. október 2017 kl. 16:30 - 21:41 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og slökkviliðsstjóri, og Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sátu fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1710010Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Valgeir Magnússon og Hafsteinn Garðarsson, hvor í sínu lagi, og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun sinna deilda. Að því loknu yfirgáfu þeir fundinn.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2018.

Jafnframt lögð fram drög að þriggja ára áætlun áranna 2019-2021.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2018 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2019-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.Styrkumsóknir og afgreiðsla styrkja 2018

Málsnúmer 1710037Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2018.

Bæjarráð vísar yfirliti með tillögum um styrkveitingar til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Framkvæmdir 2018

Málsnúmer 1710023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir helstu framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2018.

Áætlun um framkvæmdir og fjárfestingar vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

4.Snjómokstur 2017

Málsnúmer 1710047Vakta málsnúmer

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri 2017. Tilboðum átti að skila eigi síðar en kl. 11:00 þann 23. október sl. Jafnframt lögð fram fundargerð dags. 23. október sl. vegna opnunar tilboða.

Eftirtalin tvö tilboð bárust:
1. Dodds ehf. og Rútuferðir ehf. f.h. óstofnaðs hlutafélags.
2. J.K. og Co slf.

Unnið er að mati og yfirreikningi tilboðanna og verður endanleg afgreiðsla tekin að því loknu.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

5.Rekstrarleyfi, Berg horsefarm

Málsnúmer 1710003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar á umsókn um gistileyfi í flokki II, frístundahús að Bergi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

6.Hrannarstígur 18, bréf

Málsnúmer 1710035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf íbúa að Hrannarstíg 18 þar sem óskað er eftir lagfæringum á parketi vegna lekaskemmda.

Bæjarráð felur umsjónarmanni fasteigna að vinna verkið í samráði við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

7.Byggðakvóti 2017/2018

Málsnúmer 1710043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar frá 12. október sl. um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

8.Lárkotsnáma

Málsnúmer 1710049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar beiðni Grundarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar til Ríkiseigna þar sem óskað er eftir heimild fyrir Steypustöð Skagafjarðar til að nýta efnisnámu að Lárkoti. Fyrirtækið vinnur að lagningu jarðstrengs frá Ólafsvík til Grundarfjarðar og mun nýta efni í slóðagerð og fleira í tengslum við verkið. Jafnframt mun fyrirtækið lagfæra veg að Lárkoti fáist leyfi til nýtingar á námunni.
Fundargerð lesin upp á samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:41.