Málsnúmer 1710054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 183. fundur - 30.10.2017

Tilkynning vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Grundafjarðarhöfn.
Fylgigögn. Bréf til Umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt gögnum vegna framkvæmdar.

Skipulags- og Umhverfisnefnd samþykkir lengingu Norðurgarðs og felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 184. fundur - 11.12.2017

Bréf frá bæjarstjóra lagt fram til kynningar. Lenging Norðurgarðs.
Umsagnarbréf dags. 23.11.´17. frá Bæjarstjórn Grundarfjarðar til Skipulagsstofnunar vegna efnisnáma og framkvæmdaleyfis við Norðurgarð til kynningar.

Hafnarstjórn - 1. fundur - 24.09.2018

Rósa Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs sat fundinn undir þessum lið vegna tengingar við bæjarstjórn.
Hafnarstjóri lagði fram kostnaðaráætlun fyrir framkvæmd við 130 metra lengingu Norðurgarðs.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir fullnaðarhönnun og útboðsgögnum fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar, sem er dæling púða og stefnt er að því að geti hafist fyrir lok árs. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2018 er gert ráð fyrir 15 milljónum í framkvæmdafé.
Rósa vék af fundi í lok þessa liðar og var henni þökkuð koman.

Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs

Bæjarráð - 519. fundur - 25.09.2018

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð tekur undir bókun hafnarstjórnar frá 24. september sl. sem segir:

"Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir fullnaðarhönnun og útboðsgögnum fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar, sem er dæling púða og stefnt er að því að geti hafist fyrir lok árs. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2018 er gert ráð fyrir 15 milljónum í framkvæmdafé."

Samþykkt samhljóða.