1. fundur 24. september 2018 kl. 12:00 - 15:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Fundurinn er fyrsti fundur kjörtímabilið 2018-2022.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Kosning formanns og varaformanns hafnarstjórnar

1806015

Kjör varaformanns.
Í hafnarreglugerð kemur fram að bæjarstjórn ákveði hver hinna kjörnu fulltrúa í hafnarstjórn skuli vera formaður og hver varaformaður. Hafnarstjórn skipti að öðru leyti með sér verkum.
Í samþykktum Grundarfjarðarbæjar segir að bæjarstjóri skuli vera formaður hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að Runólfur Guðmundsson verði varaformaður.

2.Fundartími nefnda

1806019

Umræða um fundartíma hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn mun ekki hafa fasta fundartíma, en mun funda eftir því sem viðfangsefni kalla á.

3.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

1809025

Fyrir liggja siðareglur Grundarfjarðarbæjar fyrir kjörna fulltrúa, m.a. í nefndum og ráðum, frá mars 2014.
Farið yfir siðareglurnar.
Rætt um verklag nefndar og fleira.

4.Hafnarsjóður - átta mánaða uppgjör

1809035

Fyrir fundinum lá átta mánaða uppgjör hafnarstjóra.
Farið yfir framlagt uppgjör og rætt um stöðuna. Tekjur og gjöld eru í samræmi við áætlun ársins. Tekjur hafnarsjóðs fram í byrjun september eru á svipuðu róli og var á árinu 2016. Árið 2017 er ekki hæft til samanburðar vegna áhrifa sjómannaverkfalls á tekjurnar.

5.Framkvæmdir og viðhald Grundarfjarðarhafnar 2018

1809037

Yfirferð
Hafnarstjóri sýndi gátlista um verkefni hafnarinnar í viðhaldi og framkvæmdum.

6.Hafnasamband Íslands - Hafnasambandsþing 2018. Kjör fulltrúa.

1809016

Kosning tveggja fulltrúa Grundarfjarðarhafnar á Hafnasambandsþing, sem haldið verður í Reykjavík 25.-26. október 2018.
Í tengslum við þingið heldur Hafnasambandið málþing 24. október í tilefni 100 ára fullveldisafmælis.
Samþykkt að hafnarstjóri og bæjarstjóri verði fulltrúar Grundarfjarðarhafnar á Hafnasambandsþinginu.

7.Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum 580/2017

1804007

Reglugerð lögð fram.
Rætt um öryggismál á höfn.
Hafnarstjórn stefnir á að fara í vettvangsferð um hafnarsvæðin okkar og skoða, m.a. með tilliti til öryggismála.

8.Lenging Norðurgarðs

1710054

Rósa Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs sat fundinn undir þessum lið vegna tengingar við bæjarstjórn.
Hafnarstjóri lagði fram kostnaðaráætlun fyrir framkvæmd við 130 metra lengingu Norðurgarðs.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir fullnaðarhönnun og útboðsgögnum fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar, sem er dæling púða og stefnt er að því að geti hafist fyrir lok árs. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2018 er gert ráð fyrir 15 milljónum í framkvæmdafé.
Rósa vék af fundi í lok þessa liðar og var henni þökkuð koman.

9.Hafnarsvæði - hreinlætisaðstaða

1809036

Umræða um hreinlætisaðstöðu á hafnarsvæði.
Rætt um fyrirliggjandi hugmyndir um staðsetningu á almenningssalernum á hafnarsvæðinu. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.

10.Hafnasamband Íslands, fundur nr. 402

1805006

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Hafnasamband Íslands, fundargerð nr. 403

1805005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Hafnasamband Íslands, fundur stjórnar nr. 404

1806010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Hafnasamband Íslands - fundur stjórnar nr.405

1809033

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Hafnasamband Íslands - Samstarfsyfirlýsing

1809032

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:30.