Málsnúmer 1710056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 183. fundur - 30.10.2017

Skipulags- og umhverfisnefnd barst fyrirspurn.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

EG vék af fundi undir þessum lið og RG tók við stjórn fundarins.

Lagt fram bréf frá 29. október sl. þar sem bréfritarar lýsa yfir áhuga sínum á að stofna ferðaþjónustufyrirtæki í Grundarfirði. Óskað er umsagnar og leiðsagnar bæjarins um erindið.

Bæjarstjórn fagnar erindinu og telur það áhugavert og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við bréfritara og vinna að úrvinnslu málsins, sbr. 5. tl. fundargerðar skipulags- og umhverfisnefnar frá 30. október sl.

Samþykkt samhljóða.

EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 184. fundur - 11.12.2017

Kynning á starfsemi og umsókn um aðstöðu fyrir Kajak og Jet ski leigu.
Lagðar fram upplysingar gögn um fyrirhugaða starfsemi Kajak- og Jetski leigunnar ásamt ósk frá þeim að ganga frá lóðarleigu undir starfsemina í Grundafjarðarbæ. Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur Skipulags- og Byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða starfsemi og í framhaldi að úthluta stöðuleyfi undir þjónustuaðstöðu og sjósetningaraðstöðu.

UÞS situr hjá undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 186. fundur - 01.03.2018

Bréf Kolbrúnar Grétarsdóttur: Mótmæli og athugasemdir í samræmi við grenndarkynningu við Hellnafell.
Skipulags- og umhverfisvernd frestar fyrirtöku athugasemda vegna grenndarkynningar við Hellnafell og felur byggingarfulltrúa að kanna málið frekar.

Nefndin leggur til að farið verði í grenndarkynningu vegna stöðuleyfis í Torfabót fyrir fyrirhugaðan rekstur.
Byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir Sæbóli 1-9, Sæbóli 16 og Sæbóli 18.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur einnig til að gengið verði frá lóðarmörkum á lóðinni við Hellnafell nr. 211-4670 (01 0101) sem allra fyrst.

Unnur Þóra vék af fundi undir þessum lið.
Jósef Ó Kjartansson sat á fundi undir þessum lið.


.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 187. fundur - 15.03.2018

Torfafbót: Umsókn um stöðuleyfi fyrir kajak-siglingar.
Tekið fyrir erindi umsækenda þar sem hann sækir um stöðuleyfi fyrir kajakleigu í Torfabót.
Málið hefur verið kynnt íbúum í nágrenni og liggja sjónarmið þeirra fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tímabundið stöðuleyfi fyrir aðstöðu vegna kajakleigu.
Endanleg staðsetning starfsseminnar verði skoðuð sérstaklega og kröfur verði gerðar um snyrtilega umgengi.
Byggingafulltrúa falið að staðsetja gámana með tilliti til staðsetningar fyrirhugaðs þyrlupalls sem staðsettur yrði austast í Torfabót.
Byggingafulltrúi skal láta afmarka lóð við Sæból 16 í samráði við íbúa Sæbóls 16.
Byggingafulltrúa er falið að ákvarða staðsetningar á hraðahindrunum og gangbrautum í allri götunni.

Unnur Þóra Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Jósef Kjartansson tók sæti í hennar stað.