Málsnúmer 1712001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 209. fundur - 14.12.2017

  • Fyrirspurn vegna Berserkseyrar. Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi um fjölgun sumarhúsa úr 5 í 15. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Berserkseyrar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja formlegt kynningar- og staðfestingarferli skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Tenging rafstrengs við Grundargötu og frágangur götunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillöguteikningu frá vegagerðinni þar sem fram kemur að gangstétt er breykkuð í 1,8 metra. og bílastæðum fækkað. Einnig er ráðgert að færa ljósastaura að lóðarmörkum. Vegagerð gerir athugasemd við færslu ljóastaura,telja að það valdi ljósmengun fyrir íbúa!Umhverfis- skipulagnefnd tekur undir með vegagerðinni og leggur til að ljósastaurar verði ekki færðir. Skipulags-og bygginggingarfulltrúa ásamt verkstjóra áhaldahúss falið að kynna tillöguna fyrir íbúum aðliggjandi framkvæmdar við Grundargötu. Bókun fundar Til máls tóku EG, JÓK, ÞS og BP.

    Bæjarstjórn frestar afgreiðslu þessa liðar, þar sem kynningarferli er í gangi.
  • Strenglögn við Kirkjufellsfoss Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir að strengur verði lagður í stálröri og ídráttarrörum undir Kirkjufellsbrúnna og að reynt verði að valda sem minnstum umhverisáhrifum.Þetta er að ósk landeigenda.
    Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að sökum lélegs ástand brúarinnar verði brúin styrkt, bæði brúargólf og undirstöður.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um strenglögnina. Varðandi viðgerð brúarinnar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingafulltrúa að ræða við fulltrúa Landsnets um styrkingu brúarinnar.
  • .4 1712007 Lárkot,efnisnáma
    Lárkot,efnisnáma og lagfæring vegstæðis við námuna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Vísað er í sameiginlega beiðni frá sveitarfélaginu Grundarfirði og Vegagerðinni, dags. 25. október sl.
    Það tengist lagningu rafstrengs fyrir Landsnet í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið óskar eftir að slóði sem lagður er við lagningu rafstrengs í jörð meðfram þjóðveginum haldi sér eftir framkvæmdir. Stígurinn eykur umferðaröryggi þar sem umferð gangandi og ríðandi færist af veginum yfir á stíginn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .5 1710056 Ferðamál, bréf
    Kynning á starfsemi og umsókn um aðstöðu fyrir Kajak og Jet ski leigu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Lagðar fram upplysingar gögn um fyrirhugaða starfsemi Kajak- og Jetski leigunnar ásamt ósk frá þeim að ganga frá lóðarleigu undir starfsemina í Grundafjarðarbæ. Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur Skipulags- og Byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða starfsemi og í framhaldi að úthluta stöðuleyfi undir þjónustuaðstöðu og sjósetningaraðstöðu.

    UÞS situr hjá undir þessum lið.
    Bókun fundar EG vék af fundi undir þessum lið og RG tók við stjórn fundarins.

    Til máls tóku RG, HK og ÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
  • Grundargata 12 og 14, lóðaumsókn. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Sæmundur Runólfsson sækir um byggingarlóðir f.h. óstofnaðs hlutafélags. Lóðir sem um er sótt Grundargata 12 og 14. hafa verið auglýstar til úthlutunar. Umhverfis- og Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir fullnægjandi lóðarumsóknum og upplýsingum um fyrirhuguðar byggingarframkvæmdir. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bréf frá bæjarstjóra lagt fram til kynningar. Lenging Norðurgarðs. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Umsagnarbréf dags. 23.11.´17. frá Bæjarstjórn Grundarfjarðar til Skipulagsstofnunar vegna efnisnáma og framkvæmdaleyfis við Norðurgarð til kynningar. Bókun fundar Til máls tóku EG, EBB, ÞS og RG.
  • Nýtt deiliskipulag Sólvallareits Graftrarleyfi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Lögð fram samþykkt bæjarráðs 21. nóv. sl. samþykkt að veita Guðmundi Runólfssyni hf. heimild til að fara í jarðvegsskipti á byggingareitnum.
    Byggingafulltúi hefur veitt bráðabirgðaleyfi fyrir jarðvegsskiptum.
    Jafnframt var byggingafulltrúa falið að undirbúa hönnun á götu milli Nesvegar og Sólvalla.
    Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • .9 1712005 Sæból 33-35
    Sæból 33-35 Erindi til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Teikningar og gögn hafa verið samþykkt.
    Gengið verður frá byggingarleyfi.


    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .10 1705017 Grundargata 52
    Grundargata 52 Hönnunargögn. Skipulags- og umhverfisnefnd - 184 Lagðar fram byggingarnefdarteikningar unnar af Marvin Ívarssyni.Vottun byggingareininga vantar.